Skólanefnd

4. fundur 07. mars 2016 kl. 13:30 - 15:10 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Logi Már Einarsson formaður
  • Dagný Þóra Baldursdóttir
  • Siguróli Magni Sigurðsson
  • Hanna Dögg Maronsdóttir
  • Preben Jón Pétursson
  • Anna María Hjálmarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Soffía Vagnsdóttir fræðslustjóri ritaði fundargerð
  • Hrafnhildur G Sigurðardóttir leikskólafulltrúi
  • Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri
Dagskrá
Jakobína Áskelsdóttir fulltrúi leikskólastjóra boðaði forföll og Björg Sigurvinsdóttir leikskólastjóri sat fundinn í hennar stað.

1.Aðgerðarhópur um framtíðarrekstur Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2016030022Vakta málsnúmer

Umræður um framtíðarrekstur í málaflokki fræðslumála.

2.Rekstur fræðslumála 2016

Málsnúmer 2016030017Vakta málsnúmer

Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri fór yfir stöðu rekstrar fræðslumála fyrir janúarmánuð.

3.Afsal kennsluafsláttar

Málsnúmer 2016030033Vakta málsnúmer

Samstarfsnefnd Félags grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur komist að þeirri niðurstöðu að opna nýjan glugga sem heimilar kennurum að afsala sér kennsluafslætti.

Lagt fram til kynningar.

4.Uppsögn skólastjóra

Málsnúmer 2015110052Vakta málsnúmer

Bréf dagsett 1. mars 2016 frá Ágústi Jakobssyni skólastjóra Naustaskóla þar sem hann segir starfi sínu sem skólastjóri lausu.
Skólanefnd þakkar Ágústi Jakobssyni kærlega fyrir vel unnin störf í þágu skólastarfs á Akureyri, uppbyggingar Naustaskóla og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi skólasamfélagins.

5.Bréf frá börnum í Hrísey febrúar 2016

Málsnúmer 2016030032Vakta málsnúmer

Erindi til bæjarstjóra frá börnum í Hrísey dagsett 7. janúar 2016 þar sem þau óska eftir að fá hjólabrettabraut í eyjunni.
Skólanefnd þakkar börnum í Hrísey fyrir skemmtilegt bréf og góða hugmynd. Hugmyndinni verður vísað til aðgerðarhóps um rekstur sem nú er að störfum.

Fundi slitið - kl. 15:10.