Hvítbók um samgöngumál - umsagnarbeiðni

Málsnúmer 2023030744

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 399. fundur - 29.03.2023

Lögð fram drög að hvítbók um samgöngumál ásamt umhverfismatsskýrslu sem innviðaráðuneytið hefur lagt fram í samráðsgátt til kynningar og umsagnar.

Umsagnarfrestur er veittur til 21. apríl 2023.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.

Skipulagsráð - 400. fundur - 12.04.2023

Lögð fram drög að hvítbók um samgöngumál ásamt umhverfismatsskýrslu sem innviðaráðuneytið hefur lagt fram í samráðsgátt til kynningar og umsagnar. Umsagnarfrestur er veittur til 21. apríl 2023.

Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 29. mars sl. og var afgreiðslu frestað.
Skipulagsráð samþykkir eftirfarandi umsögn:


Í kafla 2.2 eru skilgreind 20 lykilviðfangsefni næstu ára í samgöngumálum og er þar m.a. fjallað um eflingu almenningssamgangna um allt land. Öflugt innanlandsflug er í dag mikilvæg forsenda byggðar á landinu og að mati skipulagsráðs Akureyrarbæjar ætti innanlandsflug að teljast hluti almenningssamgangna.

Ferðaþjónusta skipar sífellt stærri sess í efnahagslífi landsins og er mikilvægt að gera ráðstafanir til að dreifa ferðamönnum betur um landið en nú er. Til að það sé hægt er æskilegt að Akureyrarflugvöllur verði sérstaklega skilgreindur sem mikilvæg gátt inn í landið.

Þrátt fyrir að stefnt sé að orkuskiptum er líklegt að jarðefnaeldsneyti muni áfram skipa stóran sess í samgöngum á næstu árum og er að mati skipulagsráðs nauðsynlegt að gera ráðstafanir til að jafna eldsneytiskostnað.

Ferjur eru hluti af þjóðvegakerfi landsins og nauðsynleg lífæð fyrir byggðalög eins og Hrísey og Grímsey en það kemur ekki nægjanlega skýrt fram í stefnunni.

Til að samgöngur milli landshluta virki sem ein heild er mikilvægt að mismunandi samgöngur tengist vel saman, t.d. ferjusiglingar, landsbyggðarstrætó, innanlandsflug, innanbæjarstrætó o.s.frv, og væri æskilegt að það yrði ávarpað í stefnunni.