Skipulagsráð

252. fundur 25. janúar 2017 kl. 08:00 - 11:10 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Tryggvi Már Ingvarsson formaður
  • Helgi Snæbjarnarson
  • Ólína Freysteinsdóttir
  • Edward Hákon Huijbens
  • Sigurjón Jóhannesson
  • Jón Þorvaldur Heiðarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri skipulagssviðs
  • Anna Bragadóttir verkefnastjóri skipulagsmála
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson verkefnisstjóri
Dagskrá
Helgi Snæbjarnarson L-lista mætti í forföllum Evu Reykjalín Elvarsdóttur.

1.Stekkjartún 32-34 - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2016100044Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. október 2016 þar sem Haraldur Árnason f.h. Stekkjartúns 32 ehf., kt. 620616-1760, óskar eftir að heimilt verði að breyta deiliskipulagi fyrir lóð nr. 32-34 við Stekkjartún, meðal annars að fjölga íbúðum úr 20 í 22. Skipulagsnefnd tók jákvætt í stækkun stigahússins en hafnaði erindinu að öðru leyti á fundi 12. október 2016. Lagt fram bréf Ásgeirs M. Ásgeirssonar fyrir hönd Stekkjartúns 32 ehf. dagsett 20. janúar 2017.

Umsækjandi óskaði eftir að fá að kynna málið betur fyrir skipulagsráði og á fundinn mættu Þorsteinn Hlynur Jónsson, Páll Sigurþór Jónsson og Haraldur Árnason og gerðu grein fyrir málinu.
Skipulagsráð þakkar Þorsteini, Páli og Haraldi fyrir kynninguna en frestar afgreiðslu erindisins.

2.Hrísey, deiliskipulag hafnarsvæðis

Málsnúmer 2016020053Vakta málsnúmer

Drög að deiliskipulagi Hríseyjar - hafnar- og miðsvæðis var kynnt 1. desember 2016 samkvæmt 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og voru aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar, í þjónustuanddyri í Ráðhúsi Akureyrar og í versluninni í Hrísey. Kynningarfundur var haldinn 8. desember 2016. Frestur til að senda inn ábendingar var til 30. desember 2016.

Tvær ábendingar bárust:

1) Eigendur Ægisgötu 9, dagsett 8. desember 2016.

Óskað er eftir að efri hæð verbúðarinnar verði skilgreind sem frístundahús.

2) Norðurorka, dagsett 14. desember 2016.

Norðurorka hefur á vinnslustigi málsins komið að ábendingu vegna dælustöðvar fráveitu og er gert ráð fyrir lóð undir hana í tillögunni.

Hver staðsetning dælustöðvarinnar verður innan lóðar er ekki gott að segja þegar nánari hönnun hefur ekki farið fram. Æskilegt væri að hafa opnari skilmála um að stöðin geti ef á þarf að halda verið sunnar á lóðinni.

Skipulagsráð frestaði erindinu á fundi 11. janúar 2017.
Svar við erindi eigenda Ægisgötu:

Skipulagsráð telur að halda eigi starfsemi verbúðanna óbreyttri. Verbúðirnar eru íverustaðir og rúma ýmsa starfsemi tengda bátum og höfninni og er eina aðstaðan í Hrísey fyrir slíka starfsemi. Skipulagsráð synjar því erindinu.


Skipulagsráð samþykkir að hafa byggingarreit dælustöðvar fráveitu rúman til suðurs í samræmi við ósk Norðurorku.


Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Heiðartún 2-12 - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2016100146Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. september 2016 þar sem Björn Ómar Sigurðarson f.h. T21 ehf., kt. 430615-1060, óskar eftir deiliskipulagsbreytingu fyrir Heiðartún 2-12. Byggja 15 íbúða fjölbýlishús með bílageymslum fyrir 6 íbúðir. Bílastæðakröfur verði í samræmi við gildandi deiliskipulag. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda að gera tillögu að deiliskipulagsbreytingu á fundi sínum 14. desember 2016. Erindið var grenndarkynnt 22. desember 2016 með athugasemdafresti til 17. janúar 2017.

Engin athugasemd barst.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.

4.Krókeyrarnöf 21 - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2016110047Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. október 2016 þar sem Ágúst Hafsteinsson f.h. Magnum Opus ehf., kt. 470714-0850, sækir um aukið byggingamagn á lóð nr. 21 við Krókeyrarnöf og heimild til að byggja sundlaug. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi á fundi 26. október 2016. Erindið var grenndarkynnt frá 23. desember 2016 samkvæmt 2. málsgrein 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 og lauk 11. janúar 2017 þar sem allir sem grenndarkynninguna fengu höfðu skilaði inn samþykki sínu.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.

5.Sjafnarnes 2 - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2017010038Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. janúar 2017 þar sem Þór Konráðsson f.h. Sjafnarness hf., kt. 691206-3270, óskar eftir breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 2 við Sjafnarnes þar sem byggingarreit verði breytt. Skipulagsráð heimilaði umsækjanda þann 11. janúar 2017 að leggja fram tillögu að breytingu á skipulagi. Tillagan er dagsett 17. janúar 2017 og unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi og gerir ráð fyrir færslu á byggingarreit og breytingu á hámarks vegg- og þakhæð mannvirkja á lóðinni.
Einungis er um að ræða stækkun á byggingarreit og hámarkshæð mannvirkja og er breyting sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa. Þess vegna leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar.

6.Aðalstræti 19 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2016090131Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. september 2016 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. Björns Birgis Björnssonar sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina Aðalstræti 19 með ósk um að byggja þar bílgeymslu. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 28. september 2016 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Tillagan er dagsett 10. janúar 2017 og unnin af Loga Má Einarssyni hjá Kollgátu.
Skipulagsráð samþykkir að tillagan verði grenndarkynnt samkvæmt 2. málsgrein 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Helgi Snæbjarnarson L-lista tók ekki þátt í afgreiðslu málsins.

7.Strandgata 29 og 31 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2017010140Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10. janúar 2017 þar sem Ingólfur Freyr Guðmundsson fyrir hönd Kollgátu ehf., kt. 581203-2090, sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðirnar nr. 29 og 31 við Strandgötu þar sem áætlað er að viðbygging við hús nr. 29 rísi og að hluti húss nr. 31 verði hækkaður. Meðfylgjandi er teikning frá Kollgátu.
Skipulagsráð óskar eftir nánari gögnum og frestar erindinu.

8.Davíðshagi 12 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2016120129Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. nóvember 2016 þar sem Tryggvi Tryggvason fyrir hönd B.E. Húsbygginga ehf., kt. 490398-2529, sækir um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar.

1. Nýtingarhlutfall lóðar verði hækkað úr 0,69 í 1,0.

2. Lóðarstækkun sem nemur 7 bílastæðum eða 102,5 m².

3. Minniháttar breytingu á austari viðmiðunarkóta um 0,1m.

Meðfylgjandi er mynd.

Skipulagsráð fól sviðsstjóra skipulagssviðs að afla frekari upplýsinga hjá umsækjanda. Lagðir fram punktar af fundi með umsækjendum.
Skipulagsráð óskar umsagnar skipulagshöfundar og frestar erindinu.

9.Davíðshagi 10 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2017010045Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. janúar 2017 þar sem Haraldur Árnason fyrir hönd Trétaks ehf., kt. 551087-1239, sækir um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar. Sótt er um að fjölga íbúðum, auka nýtingarhlutfall, stækka bílastæðalóð, hækka hús, fara út fyrir eða breyta byggingarreit vegna svala og stigahúss og breyta leiðsögukóta húss. Meðfylgjandi er skýringateikning eftir Harald Árnason ásamt rökstuðningi fyrir skipulagsbreytingunni.
Skipulagsráð óskar umsagnar skipulagshöfundar og frestar erindinu.

10.Hrísalundur 1a - fyrirspurn

Málsnúmer 2016020220Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29. desember 2016 þar sem Kristín Hildur Ólafsdóttir og Sigurður Sverrisson óska eftir endurskoðun á afgreiðslu erindis dagsettu 7. desember 2016 þar sem Kristín Hildur Ólafsdóttir fyrir hönd Abaco, kt. 700603-5710, lagði inn fyrirspurn um að breyta hluta fyrstu hæðar að Hrísalundi 1a í íbúð. Meðfylgjandi er teikning.
Skipulagsráð synjar erindinu þar sem húsið er á athafnasvæði, en í Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 segir meðal annars: "Íbúðarbyggð er ekki heimil á athafnasvæðum."

11.Hrísalundur 3 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2017010240Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. janúar 2017 þar sem Þröstur Sigurðsson fyrir hönd Brauðgerðar Kr. fasteigna ehf., kt. 450106-1430, sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingum við húsið nr. 3 við Hrísalund. Sótt er um að stækka móttöku á suðurhlið í vestur og bæta við rými á austurhlið fyrir grindarþvott.
Skipulagsráð frestar erindinu og felur formanni skipulagsráðs og sviðsstjóra skipulagssviðs að ræða við umsækjanda.

12.Daggarlundur 6 - umsókn um breytingu á lóðarhafa

Málsnúmer 2016040045Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. janúar 2017 frá Margréti Svanlaugsdóttur og Guðmundi Viðari Gunnarssyni, lóðarhöfum lóðarinnar Daggarlundar 8, um að Margrét Svanlaugsdóttir verði ein skráð lóðarhafi lóðarinnar.
Skipulagsráð samþykkir erindið.

13.Seljagarður við Seljahlíð - umsókn um uppsetningu á grillhúsi

Málsnúmer 2017010047Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. janúar 2017 þar sem Jón Birgir Gunnlaugsson fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs og hverfisnefndar Holta- og Hlíðahverfis óskar eftir leyfi til að reisa grillskýli á opnu svæði Seljagarðs við Skarðshlíð. Meðfylgjandi eru myndir.
Skipulagsráð samþykkir uppsetningu skýlis á umbeðnum stað og felur byggingarfulltrúa að afgreiða umsókn um byggingarleyfi.

14.Skátagilið, gróðursetning - fyrirspurn

Málsnúmer 2017010091Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10. janúar 2017 þar sem Arnór Bliki Hallmundsson f.h. Skátafélagsins Klakks spyr hvort skátafélagið fengi heimild til að gróðursetja trjáplöntur í Skátagilinu.
Áður en ráðist verður í gróðursetningu í Skátagilinu er nauðsynlegt að hanna það í samræmi við ákvæði í deiliskipulagi miðbæjar og því getur skipulagsráð ekki orðið við erindinu.

Í deiliskipulagi miðbæjar segir meðal annars að í Skátagilinu verði sléttar grasflatir umluknar gróðri með stöllum á milli og að gott stígakerfi skuli liggja um gilið og góðar tengingar að aðliggjandi svæðum. Gert er ráð fyrir að lækurinn í gilinu verði endurvakinn og verði í náttúrulegri mynd að hluta með tjörnum og fossum þar sem við á.

15.Hafnasamlag Norðurlands - umferðarstýring á Strandgötu austan Hjalteyrargötu

Málsnúmer 2012060070Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. janúar 2017 frá Pétri Ólafssyni f.h. Hafnasamlags Norðurlands. Þess er óskað að ekki verði leyfður akstur austur Strandgötu frá Hjalteyrargötu að Laufásgötu og að sú takmörkun muni gilda þá daga sem skemmtiferðaskip eru við Oddeyrarbryggju sumarið 2017 og verði tímabundin í tvær klst. frá áætlaðri komu skipanna.
Skipulagsráð samþykkir erindið og felur felur skipulagssviði að auglýsa ákvörðunina.

16.Verklagsreglur um lokun gatna - endurskoðun

Málsnúmer 2016060184Vakta málsnúmer

Vinnuhópur um verklagsreglur um lokanir gatna leggur fram endurskoðaðar verklagsreglur. Einnig er óskað eftir því við bæjaryfirvöld að peningi verði veitt í verkefni á vegum miðbæjarstjóra starfandi hjá Akureyrarstofu með áherslu á að efla miðbæinn.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að verklagsreglurnar verði samþykktar. Jafnframt vísar skipulagsráð til bæjarráðs ósk um fjárveitingu í verkefni á vegum miðbæjarstjóra starfandi hjá Akureyrarstofu með áherslu á að efla miðbæinn.

17.Hafnarstræti 80 - greiðsla í bílastæðasjóð

Málsnúmer 2017010262Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. desember 2016 þar sem Sverrir Gestsson fyrir hönd Norðurbrúar ehf., kt. 620113-0420, fer fram á að greiða í bílastæðasjóð fyrir bílastæði utan lóðar nr. 80 við Hafnarstræti samkvæmt eldri gjaldskrá.

Lagt fram minnisblað Málflutningsstofu Reykjavíkur, Daníel Ísbarn hrl. f.h. lóðarhafa og minnispunktar Hjalta Steinþórssonar hrl. ásamt fylgiskjölum.
Ólína Freysteinsdóttir S-lista bar upp vanhæfi sitt og var það samþykkt. Vék hún af fundi við umfjöllun og afgreiðslu málsins.


Í samræmi við minnispunkta Hjalta Steinþórssonar hrl. telur skipulagsráð að greiðsla fyrir bílastæði utan lóðar falli í gjalddaga við samþykkt byggingarleyfis, og að greiða skuli samkvæmt þeirri gjaldskrá sem þá er í gildi.

Skipulagsráð gerir svohljóðandi tillögu til bæjarráðs um afgreiðslu erindisins:

"Bæjarráð samþykkir með tilvísan til álits Hjalta Steinþórssonar hrl. að greiða skuli fyrir þau bílastæði sem ekki komast fyrir innan lóðar í samræmi við þá gjaldskrá sem í gildi verður við veitingu byggingarleyfis."

18.Nökkvi, bátaskýli og þjónustuhús - fyrirspurn

Málsnúmer 2016120123Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. desember 2016, þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs óskar eftir samþykki á stækkun byggingarreits samkvæmt meðfylgjandi tillögu.
Skipulagsráð heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi.

Edward Hákon Huijbens V-lista sat hjá við afgreiðslu erindisins.

19.Norðurtangi 7 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2017010224Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. janúar 2017 þar sem Þórir Guðmundsson fyrir hönd Akureyrarkaupstaðar, kt. 410169-6229, sækir um lóð nr. 7 við Norðurtanga fyrir tvö hús. Meðfylgjandi er afstöðumynd.
Skipulagsráð frestar erindinu.

20.Halldóruhagi 5 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2016120161Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. desember 2016 þar sem Hrafn Jónasson sækir um lóð nr. 5 við Halldóruhaga. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.

Skipulagsráð frestaði erindinu á fundi 11. janúar 2017.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

21.Elísabetarhagi 2 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2016120157Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. desember 2016 þar sem Jóhann Þórðarson fyrir hönd Trétaks ehf., kt. 551087-1239, sækir um lóð nr. 2 við Elísabetarhaga, til vara Geirþrúðarhaga 4. Meðfylgjandi er yfirlýsing Arion banka.

Skipulagsráð frestaði erindinu á fundi 11. janúar 2017.
Skipulagsráð hafnar erindinu þar sem lóðinni var úthlutað öðrum eftir útdrátt milli umsækjenda.

22.Geirþrúðarhagi 4 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2016120158Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. desember 2016 þar sem Magnús Guðjónsson fyrir hönd Fjölnis ehf., kt. 530289-2069, sækir um lóð nr. 4 við Geirþrúðarhaga, til vara Geirþrúðarhaga 6. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.

Skipulagsráð frestaði erindinu á fundi 11. janúar 2017.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

23.Geirþrúðarhagi 6 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2016120154Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. desember 2016 þar sem Björn Friðþjófsson fyrir hönd Tréverks ehf., kt. 660269-2829, sækir um lóð nr. 6 við Geirþrúðarhaga, til vara Kristjánshaga 4. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.

Skipulagsráð frestaði erindinu á fundi 11. janúar 2017.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

24.Geirþrúðarhagi 4 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2016120152Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. desember 2016 þar sem Björn Friðþjófsson fyrir hönd Tréverks ehf., kt. 660269-2829, sækir um lóð nr. 4 við Geirþrúðarhaga, til vara Elísabetarhaga 1. Meðfylgjandi er staðfesting frá viðskiptabanka.

Skipulagsráð frestaði erindinu á fundi 11. janúar 2017.
Skipulagsráð hafnar erindinu þar sem lóðinni var úthlutað öðrum.

25.Elísabetarhagi 1 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2016120156Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. desember þar sem Björn Friðþjófsson fyrir hönd Tréverks ehf., kt. 660269-2829, sækir um lóð nr. 1 við Elísabetarhaga, til vara Kristjánshaga 4. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.

Skipulagsráð frestaði erindinu á fundi 11. janúar 2017.
Skipulagsráð hafnar erindinu þar sem lóðinni var úthlutað öðrum.

26.Halldóruhagi 5 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2016120120Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. desember 2016 þar sem Guttormur Pálsson fyrir hönd VAPPS ehf., kt. 460206-1890, sækir um lóð nr. 5 við Halldóruhaga, til vara lóð nr. 3 við Geirþúðarhaga. Meðfylgjandi er staðfesting viðskiptabanka.

Skipulagsráð frestaði erindinu á fundi 11. janúar 2017.
Skipulagsráð hafnar erindinu þar sem lóðinni var úthlutað öðrum.

27.Geirþrúðarhagi 3 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2016120121Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 14. desember 2016 þar sem Guttormur Pálsson fyrir hönd VAPPS ehf., kt. 460206-1890, sækir um lóð nr. 3 við Geirþrúðarhaga, til vara lóð nr. 5 við Halldóruhaga. Meðfylgjandi er staðfesting viðskiptabanka.

Skipulagsráð frestaði erindinu á fundi 11. janúar 2017.
Skipulagsráð hafnar erindinu þar sem lóðinni var úthlutað öðrum.

28.Elísarbetarhagi 2 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2016120128Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. desember 2016 þar sem Jón Páll Tryggvason fyrir hönd B.E. Húsbygginga ehf., kt. 490398-2529, sækir um lóð nr. 2 við Elísabetarhaga. Meðfylgjandi er staðfesting viðskiptabanka.

Skipulagsráð frestaði erindinu á fundi 11. janúar 2017.
Skipulagsráð samþykkir erindið eftir útdrátt milli umsækjenda. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

29.Geirþrúðarhagi 3 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2016120130Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. desember 2016 þar sem Sigurgeir Svavarsson fyrir hönd Sigurgeirs Svavarssonar ehf., kt. 680303-3630, sækir um lóð nr. 3 við Geirþrúðarhaga. Til vara er sótt um lóð nr. 5 við Halldóruhaga. Meðfylgjandi er staðfesting viðskiptabanka.

Skipulagsráð frestaði erindinu á fundi 11. janúar 2017.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

30.Elísabetarhagi 1 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2016120059Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. desember 2016 þar sem Sigurður Sigurðsson fyrir hönd SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um lóð nr. 1 við Elísabetarhaga. Meðfylgjandi er staðfesting viðskiptabanka.

Skipulagsráð frestaði erindinu á fundi 11. janúar 2017.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

31.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2017

Málsnúmer 2017010027Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 12. janúar 2017. Lögð var fram fundargerð 615. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 16 liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:10.