Skipulagsnefnd

234. fundur 01. júní 2016 kl. 08:00 - 10:40 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Tryggvi Már Ingvarsson formaður
  • Helgi Snæbjarnarson
  • Ólína Freysteinsdóttir
  • Edward Hákon Huijbens
  • Sigurjón Jóhannesson
  • Jón Þorvaldur Heiðarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bjarki Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Anna Bragadóttir verkefnastjóri skipulagsmála
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson verkefnisstjóri
Dagskrá

1.Hafnarstræti 97 - fyrirspurn

Málsnúmer 2016030018Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. mars 2016 þar sem Árni Árnason f.h. Viðhalds og nýsmíði ehf., kt. 431194-2879, er með fyrirspurn varðandi viðbyggingu við hús nr. 97 við Hafnarstræti. Skipulagsnefnd tók neikvætt í erindið á fundi 9. mars 2016 m.a. vegna bílastæðamála. Árni kom á fundinn og kynnti hugmyndir sínar betur fyrir skipulagsnefnd.
Skipulagsnefnd þakkar Árna fyrir kynninguna og frestar erindinu.

2.Olíudreifing ehf - deiliskipulag vegna olíubirgðastöðvar í Grímsey

Málsnúmer 2014020094Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju erindi Olíudreifingar ehf., kt. 660695-2069, sem óskar eftir að svæði þeirra undir olíubirgðastöð í Grímsey verði deiliskipulagt en slíkt skipulag er forsenda þess að fá endurnýjað starfsleyfi fyrir olíubirgðastöðinni sem rennur út 31. janúar 2018. Skipulagsnefnd frestaði erindinu 13. mars 2014 og fól skipulagsstjóra að leggja fram tillögu um vinnslu málsins.
Skipulagsnefnd vísar erindinu til vinnslu aðalskipulags Akureyrar og felur skipulagsstjóra að hefja vinnu við deiliskipulag fyrir Grímsey.

3.Hafnarstræti og Ráðhústorg - nýting gangstéttar utan lóðamarka

Málsnúmer 2016050212Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd fól skipulagsstjóra 11. maí 2016 að setja almennar reglur um nýtingu gangstétta utan lóðamarka við göngugötuna og Ráðhústorg. Lögð var fram tillaga að verklagsreglum.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna.

4.Rangárvellir - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2016030143Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. mars 2016 þar sem Anton Örn Brynjarsson f.h. Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sendir inn fyrirspurn varðandi byggingarreit á lóðinni. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda að leggja inn breytingu á deiliskipulagi 23. mars 2016.

Tillagan er dagsett 25. maí 2016 og unnin af Arnþóri Tryggvasyni hjá AVH.
Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur meirihluti skipulagsnefndar til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Edward Hákon Huijbens V-lista tók ekki þátt í afgreiðslu málsins.

5.Nonnahagi 2 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2016050202Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. maí 2016 þar sem Tryggvi Tryggvason f.h. Árness ehf., kt. 680803-2770, óskar eftir stækkun á byggingarreit á lóð nr. 2 við Nonnahaga. Lagðar voru fram tvær útfærslur A og B.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við tillögu A. Breytingin verði unnin í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Vörðutún 2, lóðarstækkun - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2016050120Vakta málsnúmer

Erindi frá Pálma Gauta Hjörleifssyni þar sem hann óskar eftir að stækka lóð sína að Vörðutúni 2 til suðurs að gangstétt við Naustagötu.
Skipulagsnefnd hafnar erindinu þar sem lóðarstækkun hefur áður verið veitt fyrir lóðina og eðlilegt er að gróðurbelti, sem skv. deiliskipulagi á að vera meðfram gangstétt við Naustagötu og áfram til vesturs ofan Kjarnagötu, sé á bæjarlandi og í umsjón bæjarins.

7.Dalsbraut - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2016030186Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 30. mars 2016 þar sem Þórir Guðmundsson f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, sækir um deiliskipulagsbreytingu á Brekkunni fyrir úthlutun lóðar. Skipulagsnefnd fól skipulagsstjóra á fundi 13. apríl 2016 að finna hentugar lóðir.
Skipulagsstjóri leggur til að ný lóð verði gerð milli Þrastarlundar 3-5 og Skógarlundar 1 þar sem heimilt verður að byggja parhús á einni hæð.

Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

8.Grundargerði - umsókn um lóð

Málsnúmer 2016050258Vakta málsnúmer

Erindi þar sem Geir Hólmarsson sækir um einbýlishúsalóð við norðurenda Grundargerðis.
Skipulagsnefnd synjar erindinu þar sem lóðir á þessu svæði eru ekki lausar til úthlutunar, en svæði þetta er til skoðunar í vinnslu aðalskipulags sem nú stendur yfir.

9.Jörvabyggð 5 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2016030036Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. mars 2016 þar sem Birgir Ágústsson f.h. Hannesar Kristjánssonar sækir um stækkun á bílskúr við hús nr. 4 við Jörvabyggð. Erindið var grenndarkynnt 11. apríl og var athugasemdafrestur til 9. maí 2016.

Engin athugasemd barst.
Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið og felur skipulagsstjóra að afgreiða umsókn um byggingarleyfi.

10.Víðivellir 12 - umsókn um bílskúr og bílastæði

Málsnúmer 2016050013Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29. apríl 2016 þar sem Benedikt Sveinbjörnsson sækir um leyfi fyrir bílastæði á lóð nr. 12 við Víðivelli. Jafnframt sækir hann um byggingarrétt fyrir bílskúr á lóðinni. Meðfylgjandi er teikning sem sýnir fyrirhugaðan bílskúr og bílastæði.
Skipulagsnefnd vísar erindinu í gerð skipulags Oddeyrar.

11.Fagrasíða 1, A-C - umsókn um garðskúra og skjólveggi

Málsnúmer 2014080140Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. ágúst 2014 þar sem Heimir Eggerz Jóhannsson f.h. Fögrusíðu 1 húsfélags, kt. 440393-2929, sækir um styrk vegna gerðar skjólveggja við Fögrusíðu 1 a, b og c, samkvæmt meðfylgjandi teikningum. Skipulagsnefnd frestaði erindinu 10. september 2014 þar sem hljóðskýrsla lá ekki fyrir.
Skipulagsstjóri samþykkti 18. september 2014 uppsetningu skjólveggja á lóðinni, en skipulagsnefnd hefur ekki fjárveitingar til eða veitir styrki til hljóðvarna.

12.Steinahlíð - umsókn um framkvæmdarleyfi

Málsnúmer 2016050052Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. maí 2016 þar sem Stefán H. Steindórsson f.h. Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um framkvæmdarleyfi fyrir endurnýjun hitaveitulagna í Steinahlíð. Meðfylgjandi er teikning.
Meirihluti skipulagsnefndar hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn vegna framkvæmdar við Steinahlíð, og samþykkir útgáfu framkvæmdarleyfisins á grundvelli 4. gr.- g "Samþykktar um skipulagsnefnd".

Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsnefnd fyrir veitingu framkvæmdarleyfisins:

Framkvæmdin skal vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

Edward Hákon Huijbens V-lista tók ekki þátt í afgreiðslu málsins.

13.Holtaland - umsókn um framkvæmdarleyfi

Málsnúmer 2016050186Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. maí 2016 þar sem Helgi Örn Eyþórsson f.h. SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um framkvæmdarleyfi fyrir gatnagerð götunnar Holtaland í Hálöndum. Meðfylgjandi er teikning eftir Harald S. Árnason.
Meirihluti skipulagsnefndar samþykkir útgáfu framkvæmdarleyfis á grundvelli 4. gr.- g "Samþykktar um skipulagsnefnd" þar sem framkvæmdin er í samræmi við samþykkt aðal- og deiliskipulag.

Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsnefnd fyrir útgáfu framkvæmdarleyfisins:

Skila skal inn hönnun götunnar og mæliblaði.

Framkvæmdin skal vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

Edward Hákon Huijbens V-lista sat hjá.

14.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2016

Málsnúmer 2016010020Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 11. maí 2016. Lögð var fram fundargerð 585. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 16 liðum.
Lagt fram til kynningar.

15.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2016

Málsnúmer 2016010020Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 19. maí 2016. Lögð var fram fundargerð 586. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 6 liðum.
Lagt fram til kynningar.

16.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2016

Málsnúmer 2016010020Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 26. maí 2016. Lögð var fram fundargerð 587. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 8 liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:40.