Málsnúmer 2018010064Vakta málsnúmer
Staðgengill byggingarfulltrúa óskaði á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 15. febrúar 2018 eftir umsögn samstarfsnefndar um ferlimál fatlaðra á eftirfarandi erindi.
Erindi dagsett 5. janúar 2018 þar sem Gunnlaugur Jónasson fyrir hönd Hótels Akureyrar ehf., kt. 640912-0220, sækir um að leyfi til að setja glugga á vesturhlið, neyðarútganga á norðurhlið og gera breytingar og útbúa 16 eininga gistiheimili í húsi nr. 73 við Hafnarstræti. Innkomnar nýjar teikningar 8. febrúar 2018 þar sem gert er ráð fyrir undanþágu frá kröfu um lyftu í húsið.