Samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra

2. fundur 12. september 2016 kl. 13:00 - 14:30 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Jón Heiðar Jónsson formaður
  • Jón Heiðar Daðason
  • Lilja Guðmundsdóttir
  • Sigurjón Jóhannesson
Starfsmenn
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Dagskrá

1.Miðbær - deiliskipulagsbreyting vegna fjölgunar lóða og breytingu á Torfunefsbryggju

Málsnúmer 2016010086Vakta málsnúmer

Lögð var fram til kynningar skipulagstillaga að fjölgun lóða á Torfunefi og í Hofsbót. Tillagan var auglýst frá 25. maí með athugasemdafresti til 6. júlí 2016. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrar og á heimasíðu skipulagsdeildar.
Samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra gerir ekki athugasemdir við tillöguna sem slíka en óskar eftir við framkvæmdadeild að deiliuppdrættir af frágangi og útfærslum á svæðinu og vegna nýrrar gönguleiðar að Strandgötu verði lagðar fyrir nefndina á hönnunarstigi.

Fundi slitið - kl. 14:30.