Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks

8. fundur 28. maí 2024 kl. 16:00 - 17:45 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Guðrún Karitas Garðarsdóttir formaður
  • Þórhallur Harðarson
  • Halla Birgisdóttir Ottesen
  • Sif Sigurðardóttir fulltrúi þroskahjálpar ne
  • Lilja Björg Jónsdóttir fulltrúi grófarinnar
  • Elmar Logi Heiðarsson fulltrúi sjálfsbjargar
Starfsmenn
  • Karólína Gunnarsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri
Dagskrá

1.Erindi frá Amtsbókasafninu varðandi málefni fatlaðra

Málsnúmer 2024030801Vakta málsnúmer

Hólmkell Hreinsson amtsbókavörður kynnti erindið fyrir samráðshópnum.
Samráðshópurinn telur eðlilegt að sett sé lyfta í húsið svo að þetta framtak Amtsbókasafnsins fái framgöngu og allir geti nýtt sér aðgengi að safninu. Samráðshópurinn óskar því eftir því við umhverfis- og mannvirkjaráð að leita leiða til að fjármagna verkefnið sem fyrst, m.a.með því að sækja um fjármagn til Jöfnunarsjóðs.

2.Skipulagsmál á Akureyri m.t.t. fatlaðs fólks

Málsnúmer 2024051233Vakta málsnúmer

Umræða um skipulagsmál m.t.t. fatlaðs fólks á Akureyri.

Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi Akureyrarbæjar kynnti.
Samráðshópurinn þakkar Pétri fyrir áhugaverða umfjöllun.

3.Viðhorf og upplifun aðstandenda á skammtíma- og frístundaþjónustu

Málsnúmer 2024050972Vakta málsnúmer

Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri kynnti niðurstöður á viðhorfum og upplifun aðstandenda á skammtíma- og frístundaþjónustu.
Samráðshópurinn þakkar kynninguna.

4.Kröfulýsingar í þjónustu við fatlað fólk 2024

Málsnúmer 2024020586Vakta málsnúmer

Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri kynnti gerð kröfulýsinga í þjónustu við fatlað fólk á velferðarsviði.
Samráðshópurinn þakkar kynninguna.

Fundi slitið - kl. 17:45.