Erindi frá Amtsbókasafninu varðandi málefni fatlaðra

Málsnúmer 2024030801

Vakta málsnúmer

Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks - 7. fundur - 30.04.2024

Tekið fyrir erindi frá Amtsbókasafninu á Akureyri dagsett 19. febrúar 2024 er varðar opið bókasafn.
Samráðshópurinn getur ekki stutt þessa útfærslu þar sem aðgengi er ekki fyrir alla íbúa, sérstaklega í ljósi þess að um starfsemi á vegum Akureyrarbæjar er að ræða. Starfsmanni frá Amtsbókasasafninu er boðið að koma á fund hópsins til að ræða þessa útfærslu frekar.

Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks - 8. fundur - 28.05.2024

Hólmkell Hreinsson amtsbókavörður kynnti erindið fyrir samráðshópnum.
Samráðshópurinn telur eðlilegt að sett sé lyfta í húsið svo að þetta framtak Amtsbókasafnsins fái framgöngu og allir geti nýtt sér aðgengi að safninu. Samráðshópurinn óskar því eftir því við umhverfis- og mannvirkjaráð að leita leiða til að fjármagna verkefnið sem fyrst, m.a.með því að sækja um fjármagn til Jöfnunarsjóðs.