Samfélags- og mannréttindaráð

162. fundur 26. febrúar 2015 kl. 14:00 - 15:31 Fundarherbergi á 2. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Silja Dögg Baldursdóttir formaður
  • Siguróli Magni Sigurðsson varaformaður
  • Árni Steinar Þorsteinsson
  • Bergþóra Þórhallsdóttir
  • Jón Gunnar Þórðarson áheyrnarfulltrúi
Dagskrá
Árni Steinar Þorsteinsson V-lista mætti í forföllum Vilbergs Helgasonar.
Jón Gunnar Þórðarson áheyrnarfulltrúi Æ-lista mætti í forföllum Hlínar Garðarsdóttur.
Eiður Arnar Pálmason S-lista mætti ekki á fundinn og ekki heldur varamaður hans.

1.Jafnréttisstefna Akureyrarbæjar 2011-2015

Málsnúmer 2011100052Vakta málsnúmer

Margrét Kristín Helgadóttir bæjarfulltrúi mætti á fundinn undir þessum lið og kynnti verkefni sitt um úttekt á jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar og tillögur um breytingar. Verkefnið er hluti af meistaranámi í opinberri stjórnsýslu við HÍ og var unnið á samfélags- og mannréttindadeild sumarið 2014.
Umræður urðu í framhaldinu um endurskoðun jafnréttisstefnunnar.
Samfélags- og mannréttindaráð þakkar Margréti fyrir góða kynningu.
Samfélags- og mannréttindaráð leggur til við bæjarstjórn að ráðist verði í endurskoðun jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar í samræmi við ákvæði laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008.
Silja Dögg Baldursdóttir formaður vék af fundi kl. 14:50 og Siguróli Magni Sigurðsson varaformaður tók við fundarstjórn.

2.Netnotkun barna og unglinga

Málsnúmer 2015020146Vakta málsnúmer

Bergþóra Þórhallsdóttir lagði fram eftirfarandi tillögu:
Samfélags- og mannréttindaráð Akureyrarbæjar óskar eftir viðræðum við stjórn Samtaka - svæðisráð foreldrafélaga í grunnskólum Akureyrar og ungmennaráðs um mótun viðmiða um örugga netnotkun barna og unglinga á Akureyri. Ráðið styrkti á dögunum útgáfu á seglum sem hafa að geyma upplýsingar um gildandi útivistarreglur á Íslandi. Í ljósi þess að börn og unglingar eyða miklum tíma í tölvum er nauðsynlegt að taka upp samræðu um sameiginleg viðmið um 'útivist' barna og unglinga á netinu líkt og gert er með reglum um útivist sama aldurshóps á almannafæri. Sameiginleg viðmið sem mótuð eru með lýðræðislegum hætti geta þannig verið góður stuðningur fyrir foreldra í uppeldishlutverkinu.
Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir tillöguna og óskar eftir að forvarna- og félagsmálaráðgjafar sem starfa á samfélags- og mannréttindadeild taki þátt í vinnunni.

3.Embla Blöndal Ásgeirsdóttir - ósk um ferðastyrk

Málsnúmer 2015010100Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 5. janúar 2015 frá Emblu Blöndal Ásgeirsdóttur nemanda í Giljaskóla. Embla setur fram hugmyndir um styrki til barna í 8.- 10. bekk til að ferðast og upplifa heiminn.
Erindið var áður sent til ungmennaráðs og fulltrúa í samfélags- og mannréttindaráði.
Samfélags- og mannréttindaráð þakkar Emblu kærlega fyrir áhugaverðar hugmyndir. Því miður hefur Akureyrarbær ekki tök á að taka þátt í verkefninu en bendir á að á hverju sumri býðst nokkrum ungmennum á aldrinum 16-20 ára að taka þátt í vinabæjaviku sem haldin er til skiptis í vinabæjum Akureyrar á Norðurlöndunum. Einnig eru ýmsir möguleikar til styrkja í gegnum alþjóðlegar styrkjaáætlanir. Jafnframt hvetur samfélags- og mannréttindaráð Emblu til að bjóða sig fram í ungmennaráð Akureyrar.

Fundi slitið - kl. 15:31.