Málsnúmer 2015020146Vakta málsnúmer
Bergþóra Þórhallsdóttir lagði fram eftirfarandi tillögu:
Samfélags- og mannréttindaráð Akureyrarbæjar óskar eftir viðræðum við stjórn Samtaka - svæðisráð foreldrafélaga í grunnskólum Akureyrar og ungmennaráðs um mótun viðmiða um örugga netnotkun barna og unglinga á Akureyri. Ráðið styrkti á dögunum útgáfu á seglum sem hafa að geyma upplýsingar um gildandi útivistarreglur á Íslandi. Í ljósi þess að börn og unglingar eyða miklum tíma í tölvum er nauðsynlegt að taka upp samræðu um sameiginleg viðmið um 'útivist' barna og unglinga á netinu líkt og gert er með reglum um útivist sama aldurshóps á almannafæri. Sameiginleg viðmið sem mótuð eru með lýðræðislegum hætti geta þannig verið góður stuðningur fyrir foreldra í uppeldishlutverkinu.
Jón Gunnar Þórðarson áheyrnarfulltrúi Æ-lista mætti í forföllum Hlínar Garðarsdóttur.
Eiður Arnar Pálmason S-lista mætti ekki á fundinn og ekki heldur varamaður hans.