Málsnúmer 2008010206Vakta málsnúmer
Fulltrúar frá Félagi eldri borgara á Akureyri komu á fundinn og kynntu starf félagsins og samstarf við Akureyrarbæ. Rætt var um hugmyndir um sérstakt öldrunarráð og samþykktir fyrir það. Nokkrar slíkar samþykktir frá öðrum stöðum voru skoðaðar. Einnig var farið stuttlega yfir "Samkomulag milli Félags eldri borgara á Akureyri og Akureyrarbæjar" frá 11. apríl 2008.
Fulltrúar félagsins sem sátu fundinn voru: Sigurður Hermannsson formaður og stjórnarfólkið Guðbjörg Bjarman, Anna G. Thorarensen, Númi S. Adolfsson og Halldór Gunnarsson.
Siguróli Magni Sigurðsson B-lista og varamaður hans boðuðu forföll.
Vilberg Helgason V-lista og varamaður hans voru fjarverandi.