Samfélags- og mannréttindaráð

155. fundur 23. október 2014 kl. 14:00 - 16:05 Fundarherbergi á 2. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Silja Dögg Baldursdóttir formaður
  • Eiður Arnar Pálmason
  • Siguróli Magni Sigurðsson
  • Bergþóra Þórhallsdóttir
  • Hlín Garðarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Alfa Aradóttir
  • Sigríður Stefánsdóttir framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar ritaði fundargerð
Dagskrá
Vilberg Helgason V-lista var fjarverandi og einnig varamaður hans.

1.Samfélags- og mannréttindadeild - starfsemi

Málsnúmer 2014090066Vakta málsnúmer

Alfa Aradóttir forstöðumaður æskulýðs- og forvarnamála mætti á fundinn ásamt umsjónarmönnum félagsmiðstöðva og verkefnastjórum Ungmennahúss og kynnti starfsemina.
Á fundinn mættu undir þessum lið: Anna Guðlaug Gísladóttir, Gunnlaugur Guðmundsson og Katrín Ómarsdóttir forvarna- og félagsmálaráðgjafar, Telma Óskarsdóttir og Orri Stefánsson verkefnastjórar í Ungmennahúsi og Klængur Gunnarsson starfsmaður í Ungmennahúsi.

Samfélags- og mannréttindaráð þakkar fyrir góða kynningu.

Siguróli Magni Sigurðsson B-lista vék af fundi kl. 15:40.

2.Kvennafrídagurinn 2014

Málsnúmer 2011100006Vakta málsnúmer

Lagt var fram til kynningar boð á fund um öryggi kvenna í þjónustustörfum. Fundurinn verður haldinn í tilefni Kvennafrídagsins 24. október nk. á Hótel Kea.
Jafnréttisstofa í samstarfi við Akureyrbæ boðar til fundarins.

Fundi slitið - kl. 16:05.