Samfélags- og mannréttindaráð

150. fundur 04. september 2014 kl. 14:00 - 16:00 Fundarherbergi á 2. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Silja Dögg Baldursdóttir formaður
  • Eiður Arnar Pálmason
  • Siguróli Magni Sigurðsson
  • Bergþóra Þórhallsdóttir
  • Vilberg Helgason
  • Hlín Garðarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Katrín Björg Ríkarðsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Katrín Björg Ríkarðsdóttir katrinb@akureyri.is
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2014 - samfélags- og mannréttindamál

Málsnúmer 2013060166Vakta málsnúmer

Bergljót Jónasdóttir forstöðumaður tómstundamála kom á fundinn og fór yfir stöðu fjárhagsáætlunar Punktsins.

2.Jafnréttislög - skyldur sveitarfélaga

Málsnúmer 2014080056Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 14. ágúst 2014 frá Kristínu Ástgeirsdóttur jafnréttisstýru þar sem minnt er á ákvæði laga nr. 10/2008 um jafnan rétt kvenna og karla er varða sveitarstjórnir.

3.Samfélags- og mannréttindaráð - langtímaáætlun

Málsnúmer 2013030344Vakta málsnúmer

Farið yfir langtímaáætlun samfélags- og mannréttindaráðs sem unnin var á síðasta kjörtímabili.

4.Þórunnarstræti 99 - aðstaða fyrir Skátafélagið Klakk í kjallara

Málsnúmer 2014080046Vakta málsnúmer

Fasteignir Akureyrarbæjar hafa óskað eftir því að samfélags- og mannréttindaráð tilnefni einn fulltrúa í verkefnislið vegna uppbyggingar- og framkvæmdasamnings Akureyrarbæjar við Skátafélagið Klakk.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir að Siguróli Magni Sigurðsson verði fulltrúi ráðsins í verkefnisliðinu.

Fundi slitið - kl. 16:00.