Samfélags- og mannréttindaráð

148. fundur 10. júlí 2014 kl. 14:00 - 16:00 Fundarherbergi á 2. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Silja Dögg Baldursdóttir formaður
  • Eiður Arnar Pálmason
  • Siguróli Magni Sigurðsson
  • Árni Steinar Þorsteinsson
  • Heiðrún Ósk Ólafsdóttir
  • Hlín Garðarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Alfa Aradóttir
  • Bergljót Jónasdóttir
  • Katrín Björg Ríkarðsdóttir fundarritari
Dagskrá
Árni Steinar Þorsteinsson V-lista mætti í forföllum Vilbergs Helgasonar og Heiðrún Ósk Ólafsdóttir D-lista mætti í forföllum Bergþóru Þórhallsdóttur.

Bæjarstjórn hefur á fundi sínum þann 18. júní sl. kosið aðal- og varamenn í samfélags- og mannréttindaráð til fjögurra ára:

Aðalmenn:
Silja Dögg Baldursdóttir formaður
Siguróli Magni Sigurðsson varaformaður
Eiður Arnar Pálmason
Bergþóra Þórhallsdóttir
Vilberg Helgason
Hlín Garðarsdóttir áheyrnarfulltrúi

Varamenn:
Inda Björk Gunnarsdóttir
Guðný Rut Gunnlaugsdóttir
Dagbjört Pálsdóttir
Heiðrún Ósk Ólafsdóttir
Árni Steinar Þorsteinsson
Jón Gunnar Þórðarson varaáheyrnarfulltrúi

1.Samfélags- og mannréttindaráð - handbók 2014-2018

Málsnúmer 2014070061Vakta málsnúmer

Rafræn handbók samfélags- og mannréttindaráðs kynnt. Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður mætti á fundinn og kynnti reglur um ábyrgðarmörk og siðareglur kjörinna fulltrúa. Þessi dagskrárliður var samkeyrður með íþróttaráði.

2.Samfélags- og mannréttindaráð - starfsemi 2014-2018

Málsnúmer 2014070062Vakta málsnúmer

Rætt um skipulag funda ráðsins, fundartíma, þagnarskyldu o.fl.

3.Jónborg Sigurðardóttir - umsókn um styrk 2014

Málsnúmer 2014040096Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju erindi dags. 10. apríl 2014 frá Jónborgu Sigurðardóttur þar sem sótt er um styrk að upphæð kr. 500.000 til að bjóða upp á skapandi útinámskeið í formi listræns smíðavallar fyrir börn efnaminni foreldra.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 50.000 auk þess að leggja til aðstöðu og aðstoðarmann á námskeiðinu.

Fundi slitið - kl. 16:00.