Samfélags- og mannréttindaráð

146. fundur 07. maí 2014 kl. 17:00 - 19:00 Fundarherbergi á 2. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Hlín Bolladóttir formaður
  • Heimir Haraldsson
  • Tryggvi Þór Gunnarsson
  • Jóhann Gunnar Sigmarsson
  • Regína Helgadóttir
  • Elías Gunnar Þorbjörnsson áheyrnarfulltrúi
  • Friðbjörg J Sigurjónsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Guðrún Þórsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Katrín Björg Ríkarðsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Katrín Björg Ríkarðsdóttir katrinb@akureyri.is
Dagskrá
Elías Gunnar Þorbjörnsson varaáheyrnarfulltrúi D-lista mætti í forföllum Maríu H. Marinósdóttur.
Jóhann Gunnar Sigmarsson A-lista mætti í forföllum Önnu Hildar Guðmundsdóttur.

1.Félagsmiðstöðvar - starfsemi 2014

Málsnúmer 2014010105Vakta málsnúmer

Alfa Aradóttir forstöðumaður æskulýðsmála og Gunnlaugur Víðir Guðmundsson umsjónarmaður félagsmiðstöðvar kynntu niðurstöður úr sértæku hópastarfi vetrarins.

Samfélags- og mannréttindaráð lýsir yfir ánægju með vinnu starfsfólks félagsmiðstöðvanna í þessu verkefni og niðurstöður hópastarfsins sem sýna mikinn árangur.

2.Félag eldri borgara á Akureyri - ályktun

Málsnúmer 2014040148Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir 11. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 28. apríl sl.:
Lögð fram svohljóðandi ályktun aðalfundar Félags eldri borgara á Akureyri sem haldinn var 24. mars sl.:
Aðalfundur Félags eldri borgara á Akureyri haldinn 24. mars 2014 að Bugðusíðu 1 Akureyri skorar á bæjarstjórn Akureyrar að stofna hið fyrsta Öldungaráð. Ráðið skal vera bæjarstjórn ráðgefandi um þau mál er varða hag eldri borgara í bæjarfélaginu.
Við mótun starfsreglna ráðsins skal hafa fullt samráð við stjórn Félags eldri borgara á Akureyri ásamt því að taka mið af starfsemi slíkra öldungaráða hjá ýmsum sveitarfélögum á Norðurlöndunum.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til samfélags- og mannréttindaráðs.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir að stofna Öldungaráð og felur framkvæmdastjóra að koma málinu í framkvæmd.

3.Ungt fólk og lýðræði

Málsnúmer 2011030133Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar ályktun ungmenna frá ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði sem haldin var á Ísafirði 9.- 11. apríl sl. Í ályktuninni er m.a. skorað á stjórnvöld, jafnt ríki sem sveitarfélög að leita meira til ungmenna og taka tillit til þeirra skoðana á málefnum samfélagsins. Þá eru ungmenni jafnframt hvött til að stíga fram og sýna áhuga á málefnum líðandi stundar til að auka virðingu og traust til ungmenna.

Ungmennaráð hefur verið starfandi á Akureyri frá vorinu 2010 og hefur verið í góðu samstarfi við samfélags- og mannréttindaráð sem hefur hvatt aðrar nefndir til að eiga samstarf við ráðið. Samfélags- og mannréttindaráð hvetur aðrar nefndir og ráð bæjarins til að kynna sér ályktunina og halda áfram góðu starfi.

4.Alþjóðlegi foreldrahópurinn Akureyri - styrkbeiðni 2014

Málsnúmer 2014040115Vakta málsnúmer

Erindi dags. 10. apríl 2014 frá Cynthia Stimming f.h. Alþjóðlega foreldrahópsins á Akureyri þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 500.000 til að aðstoða foreldra af erlendum uppruna og börn þeirra að aðlagast íslensku samfélagi. Áhersla er á að foreldrar læri um stofnanir íslensks samfélags, þjónustu Akureyrarbæjar, heilbrigðiskerfið, skólakerfið o.fl.

Samfélags- og mannréttindaráð getur ekki orðið við styrkbeiðninni en felur framkvæmdastjóra að ræða við umsækjanda um mögulegar leiðir til að uppfylla markmiðið með umsókninni.

5.Jónborg Sigurðardóttir - umsókn um styrk 2014

Málsnúmer 2014040096Vakta málsnúmer

Erindi dags. 10. apríl 2014 frá Jónborgu Sigurðardóttur þar sem sótt er um styrk að upphæð kr. 500.000 til að bjóða upp á skapandi útinámskeið í formi listræns smíðavallar fyrir börn efnaminni foreldra.

Samfélags- og mannréttindaráð frestar afgreiðslu og felur framkvæmdastjóra að skoða útfærslumöguleikana með umsækjanda.

6.Bókaprjónaspjallasamanáíslenskuklúbburinn - styrkbeiðni 2014

Málsnúmer 2014040121Vakta málsnúmer

Erindi dags. 11. apríl 2014 frá Lenu Braun f.h. Bókaprjónaspjallasamanáíslenskuklúbbsins þar sem sótt er um styrk að upphæð kr. 20.000 til að heimsækja m.a. menningarstofnanir og íþróttamannvirki.

Samfélags- og mannréttindaráð getur ekki orðið við styrkbeiðninni en felur framkvæmdastjóra að ræða við umsækjanda um mögulegar leiðir til að uppfylla markmiðið með umsókninni.

Fundi slitið - kl. 19:00.