Samfélags- og mannréttindaráð

144. fundur 02. apríl 2014 kl. 17:00 - 19:00 Fundarherbergi á 2. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Hlín Bolladóttir formaður
  • Heimir Haraldsson
  • Tryggvi Þór Gunnarsson
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir
  • Regína Helgadóttir
  • Friðbjörg J Sigurjónsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • María Hólmfríður Marinósdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigmundur Sigfússon áheyrnarfulltrúi
  • Katrín Björg Ríkarðsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Katrín Björg Ríkarðsdóttir katrinb@akureyri.is
Dagskrá
Sigmundur Sigfússon áheyrnarfulltrúi V-lista mætti í forföllum Guðrúnar Þórsdóttur.

Anna Hildur Guðmundsdóttir A-lista og Heimir Haraldsson L-lista mættu til fundar kl. 17:20.

1.Félagsmiðstöðvar og forvarnir

Málsnúmer 2014020103Vakta málsnúmer

Framhald umræðu um forvarnahlutverk félagsmiðstöðva og mögulega styrkingu þess. Alfa Aradóttir forstöðumaður æskulýðsmála sat fundinn undir þessum lið.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir að gera þær breytingar á fyrirkomulagi forvarnamála og félagsmiðstöðva að starf forvarnafulltrúa verði lagt niður og í staðinn fái umsjónarmenn félagsmiðstöðva aukið hlutverk og verði forvarna- og félagsmálaráðgjafar. Forvarna- og félagsmálaráðgjafar munu bera ábyrgð á skipulagningu og framkvæmd forvarna- og félagsmiðstöðvastarfs fyrir börn og unglinga í samræmi við markaða stefnu í forvarnamálum á hverjum tíma. Ráðgjöfunum er ætlað að sinna almennu og sértæku forvarnastarfi í nánu samstarfi við grunnskólana og aðra sem koma að málum barna og unglinga s.s. félagsþjónustu og barnavernd. Þannig að hver grunnskóli hefur sinn forvarna- og félagsmálaráðgjafa sem tengilið og náinn samstarfsmann. Tilnefndur verður tengiliður vegna forvarna í leikskólum og framhaldsskólum. Forvarna- og félagsmálaráðgjafar mynda með sér forvarnateymi sem hefur yfirsýn yfir stöðu mála. Um leið breytist starfsheiti forstöðumanns æskulýðsmála í forstöðumann æskulýðs- og forvarnamála.

Samfélags- og mannréttindaráð vísar málinu til samþykktar í bæjarráði.

2.Æskulýðs- og tómstundastarf - viðurkenningar

Málsnúmer 2012090258Vakta málsnúmer

Samfélags- og mannréttindaráð mun í vor veita viðurkenningu til einstaklinga og verkefna á sviði æskulýðsstarfs og tómstunda. Markmiðið er að vekja athygli á því sem vel er gert og hvetja til áframhaldandi starfs. Annars vegar verða veittar viðurkenningar til einstaklinga og hins vegar vegna áhugaverðra verkefna. Nánari upplýsingar og eyðublöð er að finna á heimasíðu Rósenborgar.

Samfélags- og mannréttindaráð hvetur bæjarbúa til að senda inn tilnefningar.

3.Blátt áfram - styrkbeiðni vegna útgáfu 10 ára afmælisblaðs samtakanna

Málsnúmer 2014030153Vakta málsnúmer

Umsókn dags. 14. mars 2014 frá Blátt áfram þar sem sótt er um styrk að upphæð kr. 400.000 vegna útgáfu 10 ára afmælisblaðs samtakanna.

Samfélags- og mannréttindaráð getur því miður ekki orðið við erindinu þar sem það rúmast ekki innan fjárhagsramma. Ráðið óskar félaginu til hamingju með 10 ára afmælið.

Fundi slitið - kl. 19:00.