Samfélags- og mannréttindaráð

142. fundur 12. mars 2014 kl. 17:00 - 19:00 Fundarherbergi á 2. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Hlín Bolladóttir formaður
  • Heimir Haraldsson
  • Tryggvi Þór Gunnarsson
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir
  • Regína Helgadóttir
  • Friðbjörg J Sigurjónsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • María Hólmfríður Marinósdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Katrín Björg Ríkarðsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Katrín Björg Ríkarðsdóttir katrinb@akureyri.is
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2014 - samfélags- og mannréttindamál

Málsnúmer 2013060166Vakta málsnúmer

Unnið að útfærslu á hagræðingu í þeim málaflokkum sem heyra undir samfélags- og mannréttindaráð.
Bergljót Jónasdóttir forstöðumaður tómstundamála sat fundinn undir þessum lið.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir að hagræðing í rekstri Punktsins verði kr. 2.200.000. Til þess að mæta hagræðingunni verði dregið úr launakostnaði með því að hafa Punktinn lokaðan yfir sumarmánuðina og með annarri hagræðingu í launalið. Nú þegar hefur verið hagrætt í æskulýðsstarfi.

2.Norrænt kynjasamþættingarverkefni 2014-2015

Málsnúmer 2014020220Vakta málsnúmer

Kynnt var norrænt kynjasamþættingarverkefni sem Akureyrarbær verður þátttakandi í. Verkefnið mun hefjast í ár og ljúka á næsta ári.

3.Æskulýðs- og tómstundastarf - viðurkenningar

Málsnúmer 2012090258Vakta málsnúmer

Vorið 2013 veitti samfélags- og mannréttindaráð í fyrsta skipti viðurkenningar fyrir framúrskarandi æskulýðs- og tómstundastarf.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir að auglýsa eftir tilnefningum. Ráðið tilnefnir Heimi Haraldsson og Önnu Hildi Guðmundsdóttur sem fulltrúa sína í valnefnd og óskar eftir tilnefningum frá ungmennaráði, félagsmálaráði og Félagi eldri borgara.

Fundi slitið - kl. 19:00.