Samfélags- og mannréttindaráð

128. fundur 19. júní 2013 kl. 14:30 - 16:20 Fundarherbergi á 2. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Hlín Bolladóttir formaður
  • Tryggvi Þór Gunnarsson
  • Jóhann Gunnar Sigmarsson
  • Regína Helgadóttir
  • Elías Gunnar Þorbjörnsson áheyrnarfulltrúi
  • Guðrún Þórsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Katrín Björg Ríkarðsdóttir fundarritari
Dagskrá
Jóhann Gunnar Sigmarsson A-lista mætti í forföllum Önnu Hildar Guðmundsdóttur.
Elías Gunnar Þorbjörnsson D-lista mætti í forföllum Maríu H. Marinósdóttur.

1.Velferðaráætlun forvarnastefnu 2013-2015

Málsnúmer 2013060165Vakta málsnúmer

Velferðaráætlun forvarnastefnu fyrir árin 2013-2015 lögð fram til samþykktar. Gunnlaugur V. Guðmundsson sem leysti forvarnafulltrúa af fyrstu mánuði ársins kynnti áætlunina. Gréta Kristjánsdóttir forvarnafulltrúi var einnig gestur fundarins undir þessum lið.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir áætlunina.

Guðrún Þórsdóttir V-lista mætti til fundar kl. 14:55.

2.Fjárhagsáætlun 2014 - samfélags- og mannréttindamál

Málsnúmer 2013060166Vakta málsnúmer

Bæjarráð hefur á fundi sínum 6. júní sl. gert tillögur að tekju- og fjárhagsrömmum fyrir árið 2014 og vísað til umfjöllunar í nefndum bæjarins.

Lagt fram til kynningar.

3.Samfélags- og mannréttindadeild - langtímaáætlun

Málsnúmer 2013030344Vakta málsnúmer

Áframhaldandi vinna við gerð langtímaáætlunar fyrir þá málaflokka sem heyra undir samfélags- og mannréttindaráð.
Jóhann Gunnar Sigmarsson A-lista vék af fundi kl. 15:50.

Fundi slitið - kl. 16:20.