Samfélags- og mannréttindaráð

120. fundur 06. febrúar 2013 kl. 17:00 - 19:00 Fundarherbergi á 2. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Tryggvi Þór Gunnarsson varaformaður
  • Brynjar Davíðsson
  • Heimir Haraldsson
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir
  • Regína Helgadóttir
  • María Hólmfríður Marinósdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Friðbjörg J Sigurjónsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Katrín Björg Ríkarðsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Katrín Björg Ríkarðsdóttir katrinb@akureyri.is
Dagskrá
Brynjar Davíðsson L-lista mætti í forföllum Hlínar Bolladóttur.

1.Kvennasmiðja - samningur við Starfsendurhæfingu Norðurlands

Málsnúmer 2008080086Vakta málsnúmer

Rætt um stofnun vinnuhóps um áherslur í starfrækslu kvennasmiðju. Starfsendurhæfing Norðurlands hefur samkvæmt samningi við Akureyrarbæ rekið kvennasmiðju á undanförunum árum.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir að setja á stofn vinnuhóp sem hefur það verkefni að ákveða áhersluþætti fyrir áframhaldandi starfrækslu kvennasmiðju. Ráðið tilnefnir Regínu Helgadóttur sem fulltrúa ráðsins í vinnuhópnum og óskar eftir tilnefningu frá félagsmálaráði og/eða fjölskyldudeild, Vinnumálastofnun og Starfsendurhæfingu Norðurlands. Framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar mun starfa með hópnum.

Anna Hildur Guðmundsdóttir A-lista mætti til fundar kl. 17:25.

2.Ungmenna-Hús 2012

Málsnúmer 2012050032Vakta málsnúmer

Teknar fyrir að nýju tillögur vinnuhóps um mótun framtíðarsýnar fyrir Ungmenna-Húsið.

3.Sumartómstundir barna

Málsnúmer 2011100055Vakta málsnúmer

Undanfarin ár hefur samfélags- og mannréttindaráð samið við íþróttafélögin KA og Þór um rekstur leikja- og íþróttaskóla fyrir börn á sumrin. Rætt var um hugmyndir að breyttu fyrirkomulagi.

Samfélags- og mannréttindaráð óskar eftir samstarfi við íþróttaráð um útfærslu.

Fundi slitið - kl. 19:00.