Samfélags- og mannréttindaráð

101. fundur 01. febrúar 2012 kl. 17:00 - 18:30 Fundarherbergi á 3. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Tryggvi Þór Gunnarsson varaformaður
  • Heimir Haraldsson
  • Inda Björk Gunnarsdóttir
  • Anna Hildur Guðmundsdóttir
  • Regína Helgadóttir
  • Elías Gunnar Þorbjörnsson áheyrnarfulltrúi
  • Friðbjörg J Sigurjónsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Katrín Björg Ríkarðsdóttir fundarritari
Dagskrá
Í upphafi fundar bauð varaformaður áheyrnarfulltrúa velkomna til fundar.

1.Styrkveitingar samfélags- og mannréttindaráðs

Málsnúmer 2010110089Vakta málsnúmer

Rætt um styrki og samninga við æskulýðs- og tómstundafélög.
Áskell Kárason f.h. Skákfélags Akureyrar og Margrét Th. Aðalgeirsdóttir, Ingimar Eydal og Júlíus Aðalsteinsson f.h. Skátafélagsins Klakks voru gestir fundarins undir þessum lið.

Samfélags- og mannréttindaráð þakkar gestunum fyrir komuna og góðar umræður.

2.Hjólabrettafélag Akureyrar

Málsnúmer 2011110058Vakta málsnúmer

Erindi dags. 12. janúar 2012 frá Hjólabrettafélagi Akureyrar þar sem óskað er eftir að félagsmiðstöðvarnar leggi til starfsmann til að sinna eftirliti í húsnæði félagsins.

Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir að starfsmaður frá félagsmiðstöðvunum sinni eftirliti í húsnæði Hjólabrettafélagsins svo framarlega sem það rúmast innan fjárhagsáætlunar.

3.Fjárhagsáætlun 2011 - samfélags- og mannréttindaráð

Málsnúmer 2010090135Vakta málsnúmer

Lagt fram rekstraryfirlit ársins 2011 fyrir þá málaflokka sem heyra undir samfélags- og mannréttindaráð.

Samfélags- og mannréttindaráð þakkar starfsfólki fyrir ráðdeild í rekstri deildarinnar.

4.Jafnréttisstefna Akureyrarbæjar 2011-2015

Málsnúmer 2011100052Vakta málsnúmer

Umræður um afnám staðalímynda sem er eitt af áhersluatriðum Jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar.

Frestað til næsta fundar.

5.Akureyrarkaupstaður 150 ára árið 2012

Málsnúmer 2009090008Vakta málsnúmer

Áframhaldandi vinna við útfærslu móttöku- og kynningardags fyrir nýja íbúa bæjarins í tilefni 150 ára afmælis Akureyrarkaupstaðar á árinu 2012.

Fundi slitið - kl. 18:30.