Málsnúmer 2011110096Vakta málsnúmer
6. liður í fundargerð skólanefndar dags. 21. nóvember 2011:
Fyrir fundinn voru lagðar reglur um leigu húsnæðis grunnskóla og æskulýðs- og íþróttamannvirkja til endurskoðunar, en þessar reglur voru síðast endurskoðaðar árið 2008.
Skólanefnd samþykkir að stofna vinnuhóp til að endurskoða reglurnar og að hópurinn verði þannig skipaður að í honum eigi skólanefnd, íþróttaráð, samfélags- og mannréttindaráð, Akureyrarstofa, skólastjórar grunnskóla og ÍBA fulltrúa. Skólanefnd samþykkir að fulltrúi nefndarinnar verði Preben Jón Pétursson og verður hann formaður vinnuhópsins.
Samfélags- og mannréttindaráð samþykkir að kannað verði hvort mögulegt sé að ráða verkefnastjóra í sex mánuði til að vera nefndum og deildum bæjarins innan handar við kynjasamþættingu og afnám staðalímynda. Vilji ráðsins er að Akureyrarbær verði áfram í forystu í jafnréttismálum.