Samfélags- og mannréttindaráð

97. fundur 16. nóvember 2011 kl. 18:00 - 19:00 Fundarherbergi á 3. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Hlín Bolladóttir formaður
  • Tryggvi Þór Gunnarsson varaformaður
  • Brynjar Davíðsson
  • Guðlaug Kristinsdóttir
  • Jóhann Gunnar Sigmarsson
Starfsmenn
  • Katrín Björg Ríkarðsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Hjólabrettafélag Akureyrar

Málsnúmer 2011110058Vakta málsnúmer

Rætt um málefni Hjólabrettafélags Akureyrar, mögulegt samstarf við félagsmiðstöðvar og æfingaaðstöðu innandyra með eftirliti.
Alfa Aradóttir forstöðumaður æskulýðsmála og Gunnlaugur V. Guðmundsson umsjónarmaður félagsmiðstöðvar sátu fundinn undir þessum lið.

Samfélags- og mannréttindaráð lýsir ánægju með frumkvæði Hjólabrettafélagsins og óskar eftir samstarfi við íþróttaráð um málið.

Hlín Bolladóttir mætti til fundar kl. 18:13.

2.Starfsáætlun samfélags- og mannréttindaráðs 2011-2014

Málsnúmer 2010090136Vakta málsnúmer

Starfsáætlun yfirfarin og unnið að uppfærslu.

3.Kynjasamþætting - tilraunaverkefni

Málsnúmer 2008090024Vakta málsnúmer

Kynnt samantekt á svörum við spurningalista sem sendur var íþróttafélögunum KA og Þór sem liður í tilraunaverkefni um kynjasamþættingu.

Samfélags- og mannréttindaráð þakkar íþróttafélögunum fyrir þátttökuna. Ánægjulegt er að sjá að tímafjöldi vegna æfinga og æfingastaðir virðast sambærilegir milli kynja en heldur hallar á annað kynið þegar kemur að setu í nefndum og ráðum.

4.16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi 2011

Málsnúmer 2011110059Vakta málsnúmer

Rætt um þátttöku samfélags- og mannréttindaráðs í 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi.

Fundi slitið - kl. 19:00.