Samfélags- og mannréttindaráð

176. fundur 03. desember 2015 kl. 14:00 - 16:00 Fundarherbergi á 2. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Silja Dögg Baldursdóttir formaður
  • Dagbjört Elín Pálsdóttir
  • Siguróli Magni Sigurðsson
  • Bergþóra Þórhallsdóttir
  • Hlín Garðarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bergljót Jónasdóttir forstöðumaður tómstundamála
  • Sigríður Stefánsdóttir framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar ritaði fundargerð
Dagskrá
Dagbjört Elín Pálsdóttir S-lista mætti í forföllum Eiðs Arnars Pálmasonar.

1.Samfélags- og mannréttindadeild - starfsemi

Málsnúmer 2014090066Vakta málsnúmer

Umræður um nýtingu húsnæðis í félagsmiðstöðinni í Víðilundi. í framhaldi af bókun á fundi ráðsins 26. nóvember 2015 voru lagðar fram stuttar greinargerðir um nýtingu og mat á kostnaði við viðbótarhúsnæði.
Bergljót Jónasdóttir forstöðumaður tómstundamála sat fundinn undir þessum lið.
Samfélags- og mannréttindaráð felur formanni og framkvæmdastjóra að koma upplýsingum á framfæri vegna fjárhagsáætlunargerðar.

2.Félag eldri borgara á Akureyri - samkomulag

Málsnúmer 2008010206Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 24.nóvember 2015 undirritað f.h. Félags eldri borgara á Akureyri af Sigurði Hermannssyni formanni.
Greint var frá samþykkt stjórnar félagsins þar sem óskað var eftir að samningur sem gerður var við félagið og tók gildi 1. janúar 2009 verði framlengdur til ársloka 2016. Samningnum var sagt upp með 6 mánaða fyrirvara þann 29. júní sl. Haldnir hafa verið viðræðufundir þar sem fulltrúar félagsins hafa mætt ásamt framkvæmdastjóra samfélags og mannréttindadeildar og forstöðumanni tómstundamál. Þar hefur verið farið yfir ýmis atriði í samstarfi félagsins og Akureyrarbæjar. Félag eldri borgara telur tímann til að fara enn betur yfir samninginn og gera nýjan of skamman.
Bergljót Jónasdóttir forstöðumaður tómstundamála sat fundinn undir þessum lið.
Samfélags- og mannréttindaráð telur að nýr samningur við Félag eldri borgara þurfi að liggja fyrir eigi síðar en í lok apríl 2016. Nýr samningur mun taka gildi frá 1. janúar 2016. Ráðið fellst því ekki á að eldri samningur verði framlengdur og felur framkvæmdastjóra að halda samningsgerð áfram.

3.Fjárhagsáætlun 2015 - samfélags- og mannréttindamál. Fjárhagsyfirlit janúar til október

Málsnúmer 2014080019Vakta málsnúmer

Lagt var fram fjárhagsyfirlit fyrir janúar til október 2015 um starfsemi sem fellur undir ráðið.
Bergljót Jónasdóttir forstöðumaður tómstundamála sat fundinn að hluta undir þessum lið, en vék af fundi kl. 15:40.
Siguróli M. Sigurðsson vék af fundi þegar hér var komið í dagskrá kl. 15:45.

4.Fjárhagsáætlun 2016 - samfélags- og mannréttindaráð

Málsnúmer 2015090033Vakta málsnúmer

Unnið að gerð þriggja ára áætlunar 2017-2019.

Fundi slitið - kl. 16:00.