Málsnúmer 2008010206Vakta málsnúmer
Lagt fram bréf dagsett 24.nóvember 2015 undirritað f.h. Félags eldri borgara á Akureyri af Sigurði Hermannssyni formanni.
Greint var frá samþykkt stjórnar félagsins þar sem óskað var eftir að samningur sem gerður var við félagið og tók gildi 1. janúar 2009 verði framlengdur til ársloka 2016. Samningnum var sagt upp með 6 mánaða fyrirvara þann 29. júní sl. Haldnir hafa verið viðræðufundir þar sem fulltrúar félagsins hafa mætt ásamt framkvæmdastjóra samfélags og mannréttindadeildar og forstöðumanni tómstundamál. Þar hefur verið farið yfir ýmis atriði í samstarfi félagsins og Akureyrarbæjar. Félag eldri borgara telur tímann til að fara enn betur yfir samninginn og gera nýjan of skamman.
Bergljót Jónasdóttir forstöðumaður tómstundamála sat fundinn undir þessum lið.