Málsnúmer 2014090066Vakta málsnúmer
Rætt var um félags- og tómstundastarf á Punktinum, í Víðilundi og í Bugðusíðu. Einnig var rætt um opið málþing um þetta efni sem fyrirhugað er að halda í nóvember. Lögð voru fram ýmis vinnugögn sem varða málið.
Kl. 15:00 kom á fundinn Dagný Þóra Baldursdóttir iðjuþjálfi og deildarstjóri þjónustukjarna á vegum búsetudeildar. Hún kynnti hugmyndafræði valdeflingar og hvernig hún er notuð í starfi.
Við kynninguna og hluta af umfjöllun um þennan lið sátu fundinn Eygló Antonsdóttir umsjónarmaður félagsstarfs í Víðilundi og Bugðusíðu og Halla Birgisdóttir umsjónarmaður Punktsins.