Öldungaráð

14. fundur 13. febrúar 2019 kl. 09:00 - 10:00 Rósenborg - fundarsalur 3. hæð
Nefndarmenn
  • Dagbjört Elín Pálsdóttir formaður
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Halldór Gunnarsson
  • Sigríður Stefánsdóttir
  • Valgerður Jónsdóttir
Starfsmenn
  • Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri samfélagssviðs ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Kristinn Jakob Reimarsson sviðsstjóri
Dagskrá
Guðmundur Baldvin Guðmundsson mætti í forföllum Gunnars Gíslasonar.

1.Öldungaráð 2019 - samþykkt

Málsnúmer 2018120115Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 7. febrúar sl. framlögð drög að samþykkt fyrir öldungaráð með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar þeim til samþykktar í bæjarstjórn. Jafnframt óskar bæjarráð eftir umsögn öldungaráðs um þessi drög áður en þau verða lögð fyrir bæjarstjórn.
Fulltrúar Félags eldri borgara lögðu fram tvær breytingatillögur við samþykktina og voru þær samþykktar. Samþykktinni með áorðnum breytingum er vísað til bæjarstjórnar.



Fulltrúar Félags eldri borgara lýsa ánægju með þær breytingar sem orðið hafa á drögum að samþykkt um öldungaráð. Tekið hefur verið tillit til athugasemda, tillagna, sem við settum fram. Við teljum að samþykktin sé nú mun betri en í upphaflegum drögum og muni auðvelda störf ráðsins.

2.Öldungaráð - önnur mál

Málsnúmer 2017040160Vakta málsnúmer

Yfirferð þeirra mála sem öldungaráð hefur bókað um frá kosningum 2018.
Sviðsstjóri fór yfir stöðu þeirra mála sem ráðið hefur bókað um frá kosningum 2018.

Fundi slitið - kl. 10:00.