Mættir: Karólína Gunnarsdóttir,forstöðumaður Fjölskyldusviði, Elísabet Björg Gunnarsdóttir, Friðrik Einarsson, Kristín Sigfúsdóttir, Sif Sigurðardóttir, Róbert Freyr Jónsson og Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri Búsetusviðs. Þroskaþjálfanemi í starfsnámi sat fundinn Gunnar Jarl Gunnarsson
Þess má geta að Elísabet Björg Gunnarsdóttir er nýr fulltrúi Þroskahjálpar í ráðinu.
1. Búsetumál fólks með fötlun
Aðalmál fundarins var yfirferð yfir húsnæðismál fólks með fötlun. Jón Hrói Finnsson fór yfir stöðuna. Hann rakti fjölda og gerð búsetuforma og sagði að biðlistinn væri um 26 virkar umsóknir. Þar af hafa sex fengið tilboð um búsetu í Eiðsvallagötunni en ekki þegið hana. Væntanlega vill fólkið meiri þjónustu og betri aðstöðu. Nýtt sex íbúða hús verður byggt við Klettaborg 43 og væntanlega tekið í notkun árið 2019. Eru þetta sjálfstæðar íbúðir þar sem gengið er um sameiginlegarn inngang og inn í íbúðirnar. Sameiginlegt rými er fyrir íbúa, nokkurs konar skáli eða stofa sem þeir ráða hvernig nýtist þeim. Útgangur er úr hverri íbúð og kom fram í máli Sifjar að hún legði mikla áherslu á að það gæti verið prívat inngangur í hverja íbúð, enda stétt lögð í kringum húsið og ætti að nýtast vel alla vega þegar autt er. Bílastæði eru þó nærri sameiginlegum inngangi.
Virðist vera að þetta sé vinsælasta formið á sjálfstæðri búsetu að geta deilt einhverju sameiginlegu rými með öðrum, en búa sjálfstætt i íbúð. Þetta hefur komið fram í viðtölum við einstaklinga og foreldra ungs fólks með fötlun.
Væntanlega verða byggðar 30 íbúðir fyrir árið 2021.
Elísabet og Sif tóku skýrt fram að alls konar þjónusta þyrfti að vera í boði, fjölbreytt og traust. Líklegt er að ungu fólki með tvíþættan vanda muni fjölga í búsetu fyrir fatlaða á næstu árum. Alla tíð þarf að bregðst við mismunandi þörfum og búsetukerfið þarf að aðlaga sig að því.
2. Reglur skammtímavistunar
Farið var yfir nýjar reglur um skammtímavistun. Karólína fór yfir reglurnar og sagði að aðalbreytingin væri að 24 ára og yngri ættu að sitja fyrir í skammtímavistun. Í skammtímavistun eru 11 börn og 8 fullorðnir, þar af eru 5 eldri en 25 ára. Nokkur ásókn er í að komast í skammtímavistun og eru eingöngu einstaklingar af þjónustusvæðinu í vistuninni. Skólavistun fyrir börn með fötlun er á skólatíma klukkan 13.00 -17.00 er almennur opnunartími virka daga. Nokkara umræður urðu um að þiggji fullorðinn ekki búsetu sem í boði er, þá fái sá hinn sami ekki skammtímavistun. Einhver dæmi eru um slíkt. Einhverjir eru á biðlista eftir skammtímavistun á öðrum tímum en þeir hafa fengið, svo sem fleiri helgum og færri virkum dögum, eða öfugt og reynt er að verða við óskum um slíkt.
Í nýju reglunum kemur fram að hámarks vistun sé 14 dagar í mánuði, eða önnur hver vika.
Skerpt er á reglum um heimsóknir forráðamanna og aðstandenda í skammtímavistun og þarf að láta vita um heimsóknir og hafa samráð um slíkt við starfsfólkið. Enda engir heimsóknartímar skipulagðir á dagskrá.
Fundarmenn voru almennt sáttir við nýju reglurnar og fannst þær til bóta.
Önnur mál:
Undirbúa að skoða diplomanám eða möguleika á því við HA fyrir fólk með fötlun. Athuga það með einhverjum starfsmanni fá HA.
Fleira ekki gert og fundi slitið klukkan 18.00