Mættir: Karólína Gunnarsdóttir, Sif Sigurðardóttir, Róbert Freyr Jónsson, Jón Hlöðver Áskelsson og Friðrik Einarsson.
- Guðrún Sonja Kristinsdóttir, iðjuþjálfi á Búsetusviði hélt fræðslu um hjálpartæki og hjálpartækjaþjónustu auk þjónustu iðjuþjálfa. Í erindi hennar kom fram að þær sinna mjög mörgum, bæði eldra borgurum og fólki með færniskerðingar. Erfiðleikar eru varðandi afgreiðslu TR vegna reglugerðar sem er ekki að mæta þörfum fólks og oft er fólk ekki með þá sjúkdóma sem gefur þeim rétt á hjálpartækjunum þótt þörf þeirra sé augljós. Þjónusta iðjuþjálfa hér er betri en á mörgum öðrum stöðum á landsbyggðinni. Mætti vera meiri þjónusta á heilsugæslunni. Gott og upplýsandi erindi um verðugt viðfangsefni.
- Sundlaugamálið, Kristnes. Jón Hlöðver fór yfir það sem hefur gerst síðan á síðasta fundi. Bréfaskriftir hafa verið milli Jóns Hlöðvers og sveitarstjóra Eyjafjarðarsveitar og Bjarna Jónassonar forstöðumanns Sak. Jón Hlöðver hefur einnig talað við Ellert hjá Samfélagssviði Akureyrarbæjar.
- Umræður um næstu fundarefni. Áki hjá Átaki býður það að Sendiherrar samnings sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks komi og kynni starf sitt. Sif hefur áhuga á að stofna útibú frá Átaki hér norðan heiða og spurning hvort hægt væri að gera þetta tvennt í sömu ferð. Skoðum það betur á nýju ári. Ráðið vill gjarna fá upplýsingar um stöðu félagslegs húsnæðis, biðlista, nýbyggingar og regluverk í kring um það. KG kemur þeirri beiðni áfram.
Fleira ekki gert og fundi slitið klukkan 18.00
Fundargerð ritaði Karólína Gunnarsdóttir