Aðgerðir í umferðaröryggismálum 2025

Málsnúmer 2025031092

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 442. fundur - 26.03.2025

Lagt fram minnisblað umhverfis- og mannvirkjasviðs dagsett 20. mars 2025 um aðgerðir í umferðaröryggismálum árið 2025 og minnisblað Eflu verkfræðistofu dagsett 21. mars 2025 um bráðabirgðaaðgerðir á Austursíðu. Byggja minnisblöðin á vinnu við umferðaröryggisáætlun sem nú er í gangi.

Varðandi aðgerðir sem fram koma í minnisblaði umhverfis- og mannvirkjasviðs þá samþykkir skipulagsráð að farið verði í aðgerðir merktar 1, 2, 7 og 9. Skipulagsráð telur ekki æskilegt að ráðast í aðgerðir 3, 4 og 5 í minnisblaðinu í ljósi þess að framkvæmdirnar eru fjarri lagi frá gildandi deiliskipulagi. Í stað þessara aðgerða mælist skipulagsráð eindregið til þess að umferð gangandi vegfarenda sem kemur frá Strandgötu og yfir Glerárgötu verði beint suður Glerárgötuna vestan megin og þaðan í átt að miðbæjarsvæðinu. Skoða þarf betur aðgerðir 6 og 8 að mati ráðsins.


Skipulagsráð telur nauðsynlegt að farið verði í aðgerðir til að auka umferðaröryggi á Hlíðarbraut þar sem fjöldi barna þvera götuna á leið í tómstundir og skólaíþróttir.


Skipulagsráð samþykkir jafnframt að farið verði í aðgerðir sem tilgreindar eru í minnisblaði Eflu verkfræðistofu til að minnka hraða og auka öryggi á Austursíðu. Er skipulagsfulltrúa falið að ákveða, í samráði við umhverfis- og mannvirkjasvið, til hvaða aðgerða verði gripið. Þar sem um bráðabirgðaaðgerðir er að ræða telur ráðið ekki þörf á að fara í breytingu á deiliskipulagi.