Sjúkrahúsið á Akureyri - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2025031028

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 442. fundur - 26.03.2025

Lagt fram erindi Nýs Landsspítala ohf. dagsett 19. mars 2025 þar sem lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi svæðis fyrir uppbyggingu heilbrigðisþjónustu við Eyrarlandsveg. Varðar breytingin fyrirhugaða viðbyggingu við Sjúkrahúsið á Akureyri (SAK) byggt á niðurstöðu hönnunarútboðs.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar og skipulagsfulltrúa falið að leita eftir umsögn Norðurorku og umhverfis- og mannvirkjasviðs. Er skipulagsfulltrúa einnig falið að koma eftirfarandi ábendingum á framfæri:

- Breyta þarf lóðarmörkum á þann veg að um verði að ræða eina samfellda lóð og að gatan Búðatröð verði vegur innan lóðar.

- Lagfæra þarf legu stíga þannig að þeir tengist stígakerfi bæjarins utan lóðar.

- Æskilegt er að ekki þurfi að keyra yfir stíg til að fara inn á P-merkt stæði.


Skipulagsráð vill einnig koma á framfæri efasemdum um staðsetningu þyrlulendingarsvæðis vegna nálægðar við bílastæði, gangstíg og götu. Þá vill ráðið einnig benda á að skynsamlegt væri að gera ráð fyrir bílakjallara strax í upphafi í stað þess að dreifa bílastæðum yfir eins stórt svæði og fyrirliggjandi tillaga gerir ráð fyrir.