Þursaholt 5-9 - flutningur á stæðum

Málsnúmer 2025030932

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 442. fundur - 26.03.2025

Erindi dagsett 18. mars 2025 þar sem Sigurður Kolbeinsson f.h. SS Byggis ehf. sækir um að færa bílastæði og breyta legu göngustíga innan lóðarmarka í Þursaholti 5-9. Fjöldi bílastæða breytist ekki.
Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Jón Hjaltason óflokksbundinn á því athygli að hann teldi sig vanhæfan að fjalla um þennan lið. Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir skipulagsráð og var það samþykkt.

Jón Hjaltason óflokksbundinn vék af fundi undir þessum lið.


Skipulagsráð hafnar erindinu þar sem tillaga að breyttri útfærslu hefur neikvæð áhrif á öryggi óvarðra vegfarenda á göngustíg sem liggur meðfram lóðinni. Um er að ræða mikilvæga stígatengingu í gegnum hverfið og er ekki talið æskilegt að hún sé þveruð á mörgum stöðum.