Fróðasund 3 - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2025030631

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 442. fundur - 26.03.2025

Lagt fram erindi Ragnars F. Guðmundssonar hjá Kollgátu dagsett 13. mars 2025, f.h. lóðarhafa, um breytingu á deiliskipulagi Oddeyrar sem nær til Fróðasunds 3. Í breytingunni felst að afmarkaður er byggingarreitur austan við núverandi íbúðarhús fyrir bílskúr. Einnig er óskað eftir að heimilt verði að reisa 1.8 m háan vegg á lóðarmörkum við Glerárgötu.
Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið og samþykkir að gerður verði nýr byggingarreitur til samræmis við erindið en gerir kröfu um að veggur á lóðarmörkum verði færður aftur um 1 m og gróðri komið fyrir við vesturhlið hans. Að mati ráðsins er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Lundargötu 17 og Eiðsvallagötu 4 auk þess sem leita þarf umsagnar Norðurorku og umhverfis- og mannvirkjasviðs.


Sindri S. Kristjánsson S-lista óskar bókað:

Ég tek undir afstöðu meirihluta skipulagsráðs hvað varðar framlagðar breytingartillögur sem snúa að nýjum byggingarreit fyrir bílskúr. Ég er hins vegar alfarið mótfallinn hugmyndum um að reisa megi 180 cm háan vegg í námunda við lóðarmörk. Ásýnd götunnar mun gjörbreytast við slíka framkvæmd en um er að ræða eitt af andlitum bæjarins ef svo má að orði komast. Ekki hafa verið lögð fram gögn sem sýna fram á að slík framkvæmd sé nauðsynleg til að verja íbúa fyrir hávaða og á meðan svo er get ég ekki samþykkt áformin.