Fyrirtækjaþing Akureyrar 2025

Málsnúmer 2025030338

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3884. fundur - 13.03.2025

Rætt um framkvæmd og kynntar niðurstöður Fyrirtækjaþings Akureyrar sem haldið var í Hofi 13. febrúar síðastliðinn. Stjórnendur á fimmta tug fyrirtækja og stofnana komu saman til að ræða framtíð atvinnulífs á svæðinu.

Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála, Indiana Ása Hreinsdóttir verkefnastjóri upplýsingamiðlunar og Díana Jóhannsdóttir verkefnastjóri hjá SSNE sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð lýsir yfir ánægju með fyrirtækjaþingið og þakkar þátttakendum fyrir góða og gagnlega vinnu. Bæjarráð felur forstöðumanni atvinnu- og menningarmála að vinna málið áfram og leggja fram tillögur að næstu skrefum.