Skólastígur 6 - umsókn um skipulag

Málsnúmer 2024110946

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 435. fundur - 27.11.2024

Erindi dagsett 22. nóvember 2024 þar sem að Ágúst Hafsteinsson fh. Norðurorku sækir um deiliskipulagsbreytingu fyrir Skólastíg 6. Breytingin felst í að Norðurorka þarf að færa spennistöð út úr sundlaugarbyggingunni og að norðurhlið gömlu sundlaugarbyggingarinnar. Norðurorka fyrirhugar að setja niður tilbúna spennistöð og hylja hana með samskonar grindverki og einangrar sundlaugina frá Þingvallastræti.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu og óskar eftir vandaðri útfærslu. Að mati ráðsins er ekki heppilegt að útbúin verði lausn sem hylur tilbúna einingu og óskar eftir því að spennistöðin verði hönnuð og útfærð til samræmis við gömlu sundlaugarbygginguna sem hönnuð er af Guðjóni Samúelssyni.

Skipulagsráð - 436. fundur - 11.12.2024

Erindi dagsett 4. desember 2024 þar sem Ágúst Hafsteinsson arkitekt hjá Form ráðgjöf ehf. fh. Norðurorku, leggur fram uppfærða tillögu að afmörkun lóðar fyrir spennistöð norðan Sundlaugar Akureyrar.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við tillögu 1 í erindinu. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og er ekki talin þörf á grenndarkynningu. Er skipulagsfulltrúa falið að sjá um gildistöku breytingarinnar þegar fullnægjandi gögn liggja fyrir.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.