Umfjöllun um bókun Þroskahjálpar á NE sem Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks vísað til ráðsins:
Þroskahjálp á Norðurlandi eystra harmar þá staðreynd að ekkert skipulagt félagsstarf sé fyrir fólk með fötlun á Akureyri. Í félagsmiðstöðvunum tveimur hér á Akureyri, Sölku & Birtu er unnið gott starf en um 85% þeirra sem sækja miðstöðvarnar eru eldri borgarar.
Því skorar Þroskahjálp NE á Akureyrarbæ að gefa fullorðnu fólki með fötlun tækifæri til að sækja félagsmiðstöðvarnar á jafningagrundvelli. Það er öllum mikilvægt að tilheyra hópi til þess að samsvara sig og þroska sjálfsmyndina en einnig að uppfylla þörf fyrir félagsleg samskipti sem og að forðast einangrun.
Birna Guðrún Baldursdóttir forstöðumaður tómstundamála, Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarna- og frístundadeildar og Helga Björg Ingvarsdóttir framkvæmdastjóri ÍBA sátu fundinn undir þessum lið.
Áheyrnarfulltrúar: Inga Bára Ragnarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Maríanna Kristín Ragnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Elísabet Þórunn Jónsdóttir fulltrúi leikskólakennara, Hulda Guðný Jónsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Helga Jónasdóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Helena Kristín Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna og París Anna Bergmann Elvarsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Skiptir máli að starfið sé lifandi og henti fólki með allskonar fatlanir.
Gæti verið jákvætt að hafa eitthvað í boði á kvöldin.
Þroskahjálp á NE lagði fram eftirfarandi bókun:
Þroskahjálp á Norðurlandi Eystra harmar þá staðreynd að ekkert skipulagt félagsstarf sé fyrir fólk með fötlun á Akureyri. Í félagsmiðstöðvunum tveimur hér á Akureyri, Sölku & Birtu er unnið gott starf en um 85% þeirra sem sækja miðstöðvarnar eru eldir borgarar.
Því skorar Þroskahjálp NE á Akureyrarbæ að gefa fullorðnu fólki með fötlun tækifæri til að sækja félagsmiðstöðvarnar á jafningagrundvelli. Það er öllum mikilvægt að tilheyra hópi til þess að samsvara sig og þroska sjálfsmyndina en einnig að uppfylla þörf fyrir félagsleg samskipti sem og að forðast einangrun.
Ennfremur er mikilvægt að börn með fötlun hafi aðgang að félagsmiðstöðvarstarfi skólanna, að stuðningur þar sé til staðar fyrir þau sem það þurfa og í samræmi við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem Akureyrarbær hefur innleitt.
Í honum er meðal annars kveðið á um rétt barna til tómstunda- og skapandi starfs að öll börn og ungmenni eiga rétt á að taka þátt í skipulögðu tómstunda- og félagsstarfi á eigin forsendum. Ekkert skipulagt tómstundastarf er fyrir börn með sérþarfir hér á Akureyri og ekki er gert ráð fyrir að þau taki þátt í því skipulagða starfi sem t.d. félagsmiðstöðvar bæjarins bjóða upp á.
Bókun þessari er vísað til fræðslu- og lýðheilsuráðs..