Málshefjandi var Heimir Sigurpáll Árnason sem vakti athygli á þeirri miklu vinnu sem liggur að baki störfum í ungmennaráði. Árið 2019 fengu fulltrúar ungmennaráðs fyrst greitt fyrir setu í ráðinu. Benti Heimir á að ráðið er flokkað sem vinnuhópur á vefsíðu Akureyrarbæjar. Telur hann ungmennaráð eins mikilvæg og önnur ráð bæjarins.
Heimir Örn Árnason bæjarfulltrúi brást við f.h. bæjarstjórnar og þakkaði fyrir góða fyrirspurn. Borið saman við önnur ungmennaráð á landinu sé ungmennaráð Akureyrarbæjar það launahæsta. Þetta hafi verið skoðað vel og vandlega og telji bæjarstjórn að verið sé að gera vel við ungmennaráð í dag og vinna fulltrúa þess sé vel metin.
Til máls tóku Telma Ósk Þórhallsdóttir, París Anna Bergmann Elvarsdóttir og Halla Björk Reynisdóttir bæjarfulltrúi.