Skuggakosningar

Málsnúmer 2024040707

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð - 50. fundur - 16.04.2024

Málshefjandi var Telma Ósk Þórhallsdóttir.

Ungmennaráð óskar eftir því að gert verði ráð fyrir því í fjárhagsáætlun bæjarins að haldnar verði svokallaðar skuggakosningar í grunn- og framhaldsskólum sveitarfélagsins. Slíkar kosningar myndu t.d. ná til kosninga til bæjarstjórnar, Alþingis og forseta. Þetta gæti ýtt undir lýðræðisþátttöku ungs fólks. Með skuggakosningum er verið að hvetja ungmenni til að mynda sér skoðuna og bjóða upp á þjalfun í lýðræðislegri þátttöku.

Andri Teitsson bæjarfulltrúi brást við f.h. bæjarstjórnar og þakkaði fyrir góða umræðu. Við þekkjum öll þá umræðu að minnkandi áhugi á kosningum er ógn við lýðræðið og mikilvægt að ungmenni taki þátt og myndi sér skoðanir og skuggakosningar eru góð leið til þess. Benti Andri einnig á að það mætti líka ræða að lækka kosningaaldur.