Málshefjandi var Haukur Arnar Ottesen Pétursson sem velti því upp hvaða tómstundir standi börnum og ungmennum í sveitarfélaginu til boða og í hvað frístundastyrkurinn nýtist. Að mati ungmenna er þörf á betri og meiri kynningu á bæði styrknum og tómstundum fyrir börn og ungmenni á barnvænan máta.
Gunnar Már Gunnarsson bæjarfulltrúi brást við f.h. bæjarstjórnar og þakkaði fyrir ábendinguna. Það sé um að gera að bæta upplýsingaflæði til íbúa. Mjög góð ábending að hugsa um notendur hvað þetta varðar en ekki bara hvernig unnt er að koma upplýsingum til foreldra.