Málshefjandi var París Anna Bergmann Elvarsdóttir og ræddi um fríar skólamáltíðir í grunnskólum sveitarfélagsins og hvar við stöndum í því. Benti París Anna á að það ættu að vera grundvallarréttindi að börn hefðu aðgengi að fríuum skólamáltíðum. Gjaldfrjáls skólamatur ætti að tryggja að allir nemendur hafi aðgengi að hollri næringu.
Hulda Elma Eysteinsdóttir bæjarfulltrúi brást við f.h. bæjarstjórnar og þakkaði fyrir góðar umræður. Mikilvægt væri fyrir bæjarfulltrúa að fá að heyra raddir unga fólksins. Tók hún undir mikilvægi góðrar næringar fyrir alla krakka, en hefur þó áhyggjur af matarsóun og hvort þetta verði með tímanum næringarminni máltíðir ef þær verði fríar. Þetta þurfi þó að ræða áfram.
París Anna Bergmann Elvarsdóttir brást við og endurtók spurningar ungmennaráðs.
Til máls tók Fríða Björg Tómasdóttir.