Felix Hrafn Stefánsson kynnti umræðu um LED lýsingu í bænum. Bærinn hefur verið að skipta yfir í LED lýsingu og því þurfi að hafa ljósmengun á bak við eyrað. Hvíta LED ljósið geti haft áhrif á svefn. Blá útgeislun er það sem fulltrúi ungmennaráðs hefur mestar áhyggjur af. Hafa LED ljósin bláa útgeislun og hvað mikla? Hvít lýsing á kostnað gulleitrar lýsingar sem hugsanlega hefur minni neikvæð áhrif á einstaklinga, náttúru og dýralíf en sú hvíta.
Hilda Jana Gísladóttir bæjarfulltrúi brást við f.h. bæjarstjórnar og þakkaði fyrir gagnlegan og líklega skemmtilegasta bæjarstjórnarfund ársins. Hún hefur skoðað þetta mál og ítrekaði mikilvægi góðrar ljósvistar.