Á 3527. fundi bæjarstjórnar Akureyrarbæjar samþykkti bæjarstjórn eftirfarandi bókun: Bæjarstjórn beinir því til fræðslu- og lýðheilsuráðs að kanna hvernig kennslu og umgjörð starfs-, list- og verknáms sé háttað í grunnskólum bæjarins, til að meta stöðuna og út frá því setja fram tillögur um aðgerðir í þeim tilgangi að auka vægi list- og verkgreina í starfi skólanna.
Sylvía Dögg Hjörleifsdóttir verkefnastjóri grunnskóla sat fundinn undir þessum lið.
Áheyrnarfulltrúar: Fríða Björg Tómasdóttir fulltrúi ungmennaráðs, Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Anna Bergrós Arnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Harpa Hjartardóttir fulltrúi leikskólakennara, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Helena Kristín Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna og Hanna Dóra Markúsdóttir fulltrúi grunnskólakennara.