Liður 2 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 13. september 2023:
Velferðarráð vísar drögum að reglum til ungmennaráðs, samráðshóps um málefni fatlaðs fólks og fræðslu- og lýðheilsuráðs til umsagnar. Drögin eru einnig send Dalvíkurbyggð, Eyjafjarðarsveit, Grýtubakkahreppi, Hörgársveit og Svalbarðsstrandarhreppi til kynningar.
Halla Birgisdóttir forstöðumaður tómstundamála, Salka Sigurðardóttir verkefnastjóri félagslegrar liðveislu og Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri á velferðarsviði sátu fundinn undir þessum lið.
Áheyrnarfulltrúi: Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.