Málsnúmer 2021111421Vakta málsnúmer
Liður 2 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 16. nóvember:
Liður 8 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 8. nóvember 2023:
Lagt fram til samþykktar minnisblað dags. 6. nóvember frá Kristínu Baldvinsdóttur forstöðumanni um tillögu að breytingu á húsaleigu félagslegra íbúða.
Kristín Baldvinsdóttir og Anna Marit Níelsdóttir forstöðumenn sátu fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykktir fyrir sitt leyti tillögu að breytingu á húsaleigu félagslegra íbúða og vísar málinu áfram til bæjarráðs.
Snæbjörn Ómar Guðjónsson V-lista sat hjá.
Snæbjörn Ómar Guðjónsson V-lista lagði fram eftirfarandi bókun:
Í þessu samhengi er vert að minna á rammasamning ríkis og sveitarfélaga fyrir árin 2023 -2032, um uppbyggingu á félagslegu húsnæði, sem Akureyrarbær hefur samþykkt. Jafnframt eru í húsnæðisáætlun Akureyrarbæjar frá árinu 2022 augljósar tölur til ársins 2031 sem segja til um aukna þörf á félagslegu leiguhúsnæði. Því blasir við að ein af lausnunum á erfiðri rekstrarstöðu félagslega leiguhúsnæðisins er að endurnýja og fjölga íbúðum. Hér þarf að horfa til lengri tíma, fjárfesta í þessari grunnþjónustu sveitarfélagsins með langtímamarkmið og velferð þessa viðkvæma hóps í huga.
Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri velferðarsviðs, Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu, Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum framlagða tillögu að gjaldskrá húsaleigu félagslegs húsnæðis og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista sitja hjá.
Heimir Örn Arnarson D-lista, Hlynur Jóhannsson M-lista og Hulda Elma Eysteinsdóttir L-lista óska bókað:
Hækka þarf húsaleigu félagslegra íbúða til að tryggja fjármagn til nauðsynlegs viðhalds og áframhaldandi uppbyggingu félagslega húsnæðiskerfisins. Gætt er hófs í hækkunum og er leiga félagslegra íbúða ennþá, eftir breytingu, almennt lægri en í öðrum félagslegum úrræðum. Samhliða hækkun á leiguverði félagslegra leiguíbúða hækkar sérstakur húsnæðisstuðningur en unnið er að því að breyta reglum um stuðninginn. Þær breytingar eru gerðar til að verja viðkvæmustu hópana.
Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista og Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista óska bókað:
Til þess að hægt sé að taka afstöðu til breytinga á gjaldskrá fyrir félagslegt húsnæði, hefði verið eðlilegt að taka samhliða fyrir breytingar á sérstökum húsnæðisstuðningi og áætlun um fjölgun félagslegra leiguíbúða, enda biðlistar of langir og þörfin mikil.
Hulda Elma Eysteinsdóttir kynnti.
Til máls tóku Hilda Jana Gísladóttir og Sunna Hlín Jóhannesdóttir.