Bæjarstjórn

3536. fundur 21. nóvember 2023 kl. 16:00 - 16:30 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar
  • Heimir Örn Árnason
  • Inga Dís Sigurðardóttir
  • Jana Salóme I. Jósepsdóttir
  • Jón Hjaltason
  • Gunnar Már Gunnarsson
  • Andri Teitsson
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Hulda Elma Eysteinsdóttir
  • Lára Halldóra Eiríksdóttir
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir
Starfsmenn
  • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri
  • Olga Margrét Kristínard. Cilia lögfræðingur
  • Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar
Dagskrá
Inga Dís Sigurðardóttir M-lista sat fundinn í forföllum Hlyns Jóhannssonar.

1.Reglur um stuðning við börn og fjölskyldur þeirra

Málsnúmer 2023090450Vakta málsnúmer

Liður 2 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 11. október 2023:

Lagðar fram að nýju reglur um þjónustu við börn og barnafjölskyldur.

Reglunum var vísað til umsagnar til samráðshóps um málefni fatlaðs fólks og hann lýsir yfir ánægju sinni með reglurnar og telur þær til bóta fyrir foreldra/forráðamenn.

Ungmennaráð fékk reglurnar til umsagnar og gerir ekki athugasemdir við þær.

Fræðslu- og lýðheilsuráð lýsti yfir ánægju sinni með reglurnar.

Velferðarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarstjórnar.

Lára Halldóra Eiríksdóttir kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir framlagðar reglur um stuðning við börn og fjölskyldur þeirra með 11 samhljóða atkvæðum.

2.Reglur um skammtímadvöl og frístundaþjónustu

Málsnúmer 2023090449Vakta málsnúmer

Liður 3 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 11. október 2023:

Lagðar fram að nýju reglur um skammtímadvöl.

Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks skilaði umsögn um reglurnar og lýsti ánægju sinni með reglurnar.

Ungmennaráð fékk reglurnar til umsagnar og gerir ekki athugasemdir við þær.

Velferðarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarstjórnar.

Lára Halldóra Eiríksdóttir kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir framlagðar reglur um skammtímadvöl og frístundaþjónustu fyrir fötluð börn og ungmenni með 11 samhljóða atkvæðum.

3.Reglur um stuðningsfjölskyldur

Málsnúmer 2023090452Vakta málsnúmer

Liður 4 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 11. október 2023:

Lagðar fram að nýju reglur um stuðningsfjölskyldur.

Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks skilaði umsögn um reglurnar og lýsti ánægju sinni með reglurnar.

Ungmennaráð fékk reglurnar til umsagnar og gerir ekki athugasemdir við þær.

Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður sat fundinn undir þessu lið.

Velferðarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarstjórnar.

Lára Halldóra Eiríksdóttir kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir framlagðar reglur um stuðningsfjölskyldur með 11 samhljóða atkvæðum.

4.Barnaverndarþjónusta - samningur við Eyjafjarðarsveit, Grýtubakkahrepp, Hörgársveit og Svalbarðsstrandarhrepp

Málsnúmer 2023110144Vakta málsnúmer

Liður 2 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 8. nóvember 2023:

Lagður fram til samþykktar endurbættur samningur um barnaverndarþjónustu við Eyjafjarðarsveit, Grýtubakkahrepp, Hörgársveit og Svalbarðsstrandarhrepp.

Vilborg Þórarinsdóttir forstöðumaður sat fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð samþykktir samninginn fyrir sitt leyti og vísar málinu áfram til bæjarstjórnar.

Hulda Elma Eysteinsdóttir kynnti.

Til máls tóku Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Hulda Elma Eysteinsdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir samninginn fyrir sitt leyti með 11 samhljóða atkvæðum og vísar samningnum til seinni umræðu í samræmi við 18. gr. sveitarstjórnarlaga.

5.Barnaverndarþjónusta - samningur við Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 2023110145Vakta málsnúmer

Liður 3 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 8. nóvember 2023:

Lagður fram til samþykktar endurbættur samningur um barnaverndarþjónustu við Dalvíkurbyggð.

Vilborg Þórarinsdóttir forstöðumaður sat fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð samþykkir samninginn fyrir sitt leyti og vísar málinu áfram til bæjarstjórnar.

Hulda Elma Eysteinsdóttir kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir samninginn fyrir sitt leyti með 11 samhljóða atkvæðum og vísar samningnum til seinni umræðu í samræmi við 18. gr. sveitarstjórnarlaga.

6.Gránufélagsgata 22 - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2018030161Vakta málsnúmer

Liður 2 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 15. nóvember 2023:

Auglýsingu tillögu að breytingu á deiliskipulagi suðurhluta Oddeyrar vegna áforma á Gránufélagsgötu 22 lauk þann 1. nóvember sl.

Engar athugasemdir bárust. Umsögn barst frá Minjastofnun Íslands.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki tillögu að breytingu að deiliskipulagi suðurhluta Oddeyrar skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi suðurhluta Oddeyrar skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

7.Velferðarráð - gjaldskrá fyrir félagslegt húsnæði

Málsnúmer 2021111421Vakta málsnúmer

Liður 2 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 16. nóvember:

Liður 8 í fundargerð velferðarráðs dagsettri 8. nóvember 2023:

Lagt fram til samþykktar minnisblað dags. 6. nóvember frá Kristínu Baldvinsdóttur forstöðumanni um tillögu að breytingu á húsaleigu félagslegra íbúða.

Kristín Baldvinsdóttir og Anna Marit Níelsdóttir forstöðumenn sátu fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð samþykktir fyrir sitt leyti tillögu að breytingu á húsaleigu félagslegra íbúða og vísar málinu áfram til bæjarráðs.

Snæbjörn Ómar Guðjónsson V-lista sat hjá.

Snæbjörn Ómar Guðjónsson V-lista lagði fram eftirfarandi bókun:

Í þessu samhengi er vert að minna á rammasamning ríkis og sveitarfélaga fyrir árin 2023 -2032, um uppbyggingu á félagslegu húsnæði, sem Akureyrarbær hefur samþykkt. Jafnframt eru í húsnæðisáætlun Akureyrarbæjar frá árinu 2022 augljósar tölur til ársins 2031 sem segja til um aukna þörf á félagslegu leiguhúsnæði. Því blasir við að ein af lausnunum á erfiðri rekstrarstöðu félagslega leiguhúsnæðisins er að endurnýja og fjölga íbúðum. Hér þarf að horfa til lengri tíma, fjárfesta í þessari grunnþjónustu sveitarfélagsins með langtímamarkmið og velferð þessa viðkvæma hóps í huga.

Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri velferðarsviðs, Anna Marit Níelsdóttir forstöðumaður félagsþjónustu, Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum framlagða tillögu að gjaldskrá húsaleigu félagslegs húsnæðis og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista sitja hjá.

Heimir Örn Arnarson D-lista, Hlynur Jóhannsson M-lista og Hulda Elma Eysteinsdóttir L-lista óska bókað:

Hækka þarf húsaleigu félagslegra íbúða til að tryggja fjármagn til nauðsynlegs viðhalds og áframhaldandi uppbyggingu félagslega húsnæðiskerfisins. Gætt er hófs í hækkunum og er leiga félagslegra íbúða ennþá, eftir breytingu, almennt lægri en í öðrum félagslegum úrræðum. Samhliða hækkun á leiguverði félagslegra leiguíbúða hækkar sérstakur húsnæðisstuðningur en unnið er að því að breyta reglum um stuðninginn. Þær breytingar eru gerðar til að verja viðkvæmustu hópana.

Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista og Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista óska bókað:

Til þess að hægt sé að taka afstöðu til breytinga á gjaldskrá fyrir félagslegt húsnæði, hefði verið eðlilegt að taka samhliða fyrir breytingar á sérstökum húsnæðisstuðningi og áætlun um fjölgun félagslegra leiguíbúða, enda biðlistar of langir og þörfin mikil.

Hulda Elma Eysteinsdóttir kynnti.

Til máls tóku Hilda Jana Gísladóttir og Sunna Hlín Jóhannesdóttir.
Heimir Örn Árnason D-lista, Halla Björk Reynisdóttir L-lista, Inga Dís Sigurðardóttir M-lista, Lára Halldóra Eiríksdóttir D-lista, Hulda Elma Eysteinsdóttir L-lista, Andri Teitsson L-lista og Jón Hjaltason óflokksbundinn greiddu atkvæði með framlagðri tillögu að gjaldskrá húsaleigu félagslegs húsnæðis.

Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista, Gunnar Már Gunnarsson B-lista og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista sitja hjá.


Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista og Gunnar Már Gunnarsson B-lista óska bókað:

Bæjarfulltrúar Framsóknar styðja ekki 6% hækkun umfram verðlag á gjaldskrá félagslegs húsnæðis en sú hækkum bætist ofan á miklar hækkanir undanfarin tvö ár, 4% umfram verðlag árið 2021 og 6% árið 2022. Hér er um að ræða umtalsverðar hækkanir á viðkvæman hóp sem ætti að afgreiða í bæjarstjórn samhliða hækkunum á sérstökum húsnæðisbótum. Eins gjöldum við varúðar við þeim skilaboðum sem svo miklar hækkanir á gjaldskrám bæjarins gefa inn í kjarasamningsviðræður vetrarins.


Heimir Örn Arnarson D-lista, Hulda Elma Eysteinsdóttir L-lista, Halla Björk Reynisdóttir L-lista, Andri Teitsson L-lista, Lára Halldóra Eiríksdóttir D-lista og Inga Dís Sigurðardóttir M-lista óska bókað:

Hækka þarf húsaleigu félagslegra íbúða til að tryggja fjármagn til nauðsynlegs viðhalds og áframhaldandi uppbyggingu félagslega húsnæðiskerfisins. Gætt er hófs í hækkunum og er leiga félagslegra íbúða ennþá, eftir breytingu, almennt lægri en í öðrum félagslegum úrræðum. Samhliða hækkun á leiguverði félagslegra leiguíbúða hækkar sérstakur húsnæðisstuðningur en unnið er að því að breyta reglum um stuðninginn. Þær breytingar eru gerðar til að verja viðkvæmustu hópana.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista óska bókað:

Mikilvægt er að horfa á heildarsamhengið þegar tekin er ákvörðun um breytingar á gjaldskrá félagslegs húsnæðis sem þær sem hér um ræðir og því óheppilegt að ekki sé tekið fyrir samhliða breytingar á sérstökum húsnæðisstuðningi sem og áætlun um fjölgun félagslegra leiguíbúða, enda biðlistar of langir og þörfin mikil. Við ítrekum að erfitt er að taka aðeins afstöðu til breytinga á gjaldskrá, en hækkanirnar virðast vera ansi miklar.

8.Öldungaráð - samþykkt

Málsnúmer 2018120115Vakta málsnúmer

Liður 6 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 16. nóvember 2023:

Liður 2 í fundargerð öldungaráðs dagsettri 8. nóvember 2023:

Samkvæmt samþykkt öldungaráðs frá árinu 2019 skal samþykktin endurskoðuð fyrir árslok 2020 og síðan í upphafi hvers kjörtímabils. Samþykktin hefur ekki verið endurskoðun síðan 2019 og því er mikilvægt að endurskoða samþykktina.

Öldungaráð samþykkir breytingar á samþykkt öldungaráðs fyrir sitt leyti og vísar henni til bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir framlagðar tillögur að breytingum á samþykkt um öldungaráð og vísar henni til staðfestingar í bæjarstjórn.

Heimir Örn Árnason kynnti.
Bæjarstjórn samþykkir endurskoðaða samþykkt um öldungaráð með 11 samhljóða atkvæðum.

9.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2023010626Vakta málsnúmer

Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta fundi bæjarstjórnar.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 1. og 16. nóvember 2023
Bæjarráð 2., 8. og 16. nóvember 2023
Fræðslu- og lýðheilsuráð 13. nóvember 2023
Skipulagsráð 15. nóvember 2023
Umhverfis- og mannvirkjaráð 7. nóvember 2023
Velferðarráð 8. nóvember 2023

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/fundargerdir

Fundi slitið - kl. 16:30.