Velferðarráð - fjárhagsáætlun 2024

Málsnúmer 2023061032

Vakta málsnúmer

Velferðarráð - 1371. fundur - 23.08.2023

Kynning á forsendum og ramma fyrir fjárhagsáætlun vegna ársins 2024.

Velferðarráð - 1372. fundur - 13.09.2023

Lögð fram til kynningar fyrstu drög að fjárhagsáætlun velferðarsviðs fyrir árið 2024.

Kolbeinn Aðalsteinsson forstöðumaður skrifstofu sat fundinn undir þessum lið.

Velferðarráð - 1373. fundur - 27.09.2023

Lögð fram til samþykktar drög að fjárhagsáætlun velferðarsviðs fyrir árið 2024.

Kolbeinn Aðalsteinsson forstöðumaður sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykktir fjárhagsáætlun velferðarsviðs fyrir sitt leyti og vísar málinu áfram til bæjarráðs.


Elsa María Guðmundsdóttir S-lista, Guðbjörg Anna Björnsdóttir B-lista og Snæbjörn Ómar Guðjónsson V- lista óska bókað:

Grófin geðrækt hefur verið starfandi á Akureyri undanfarin 10 ár og öll hljótum við að gera okkur grein fyrir þeirri mikilvægu félagsþjónustu sem veitt er í Grófinni. Bæjarstjórn tók til umfjöllunar á fundi þann 2. maí sl. tillögu um að gerður yrði þjónustusamningur við Grófina. Tillagan var felld og vísaði meirihlutinn erindinu áfram til velferðarráðs þar sem ráðinu var falið að ljúka vinnu sem lýtur að því að skoða með hvaða hætti sveitarfélagið geti stutt við starfsemi Grófarinnar.


Elsa María Guðmundsdóttir S-lista, Guðbjörg Anna Björnsdóttir B-lista og Snæbjörn Ómar Guðjónsson V-lista leggja fram þá tillögu að Akureyrarbær geri þjónustusamning við Grófina geðrækt og styrki starfsemina fjárhagslega.


Meirihluti velferðarráðs tekur undir tillögu minnihlutans, vinna er nú þegar farin af stað við undirbúning á þjónustusamningi við Grófina.

Velferðarráð - 1374. fundur - 11.10.2023

Drög að fjárhagsáætlun velferðarsviðs lögð fram til samþykktar vegna breytinga frá síðustu fyrirlögn.

Kolbeinn Aðalsteinsson forstöðumaður sat fundinn undir þessum lið.
Velferðarráð samþykkir breytingar á fjárhagsáætlun fyrir sitt leyti og vísar málinu áfram til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3822. fundur - 12.10.2023

Lögð fram drög að fjárhags- og starfsáætlun velferðarráðs fyrir árið 2024.

Guðrún Sigurðardóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri velferðarsviðs, Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra velferðarsviðs að vinna málið áfram.