Íþróttafélagið Þór - beiðni um búnaðarkaup

Málsnúmer 2023031125

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 28. fundur - 27.03.2023

Erindi dagsett 21. mars 2023 frá Reimari Helgasyni framkvæmdarstjóra Þórs þar sem óskað er eftir kaupum á sláttuvél á Íþróttasvæði Þórs.


Áheyrnarfulltrúar: Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs og Helga Björg Ingvadóttir fulltrúi ÍBA.
Fræðslu- og lýðheilsuráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 30. fundur - 24.04.2023

Tekið fyrir að nýju erindi dagsett 21. mars 2023 frá Reimari Helgasyni framkvæmdastjóra Þórs þar sem óskað er eftir kaupum á sláttuvél á íþróttasvæði Þórs. Erindið var áður á dagskrá 27. mars 2023.

Reimar Helgason framkvæmdastjóri Þórs sat fundinn undir þessum lið.


Áheyrnarfulltrúar: Helga Björg Ingvadóttir framkvæmdastjóri ÍBA og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð óskar eftir því við umhverfis- og mannvirkjasvið að kaupa sláttuvél samanber óskir félagsins til notkunar á félagssvæði Þórs og samþykkir jafnhliða að bera lausafjárleigu vegna búnaðarkaupanna.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 139. fundur - 16.05.2023

Liður 1 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 24. apríl 2023:

Tekið fyrir að nýju erindi dagsett 21. mars 2023 frá Reimari Helgasyni framkvæmdastjóra Þórs þar sem óskað er eftir kaupum á sláttuvél á íþróttasvæði Þórs. Erindið var áður á dagskrá 27. mars 2023.

Reimar Helgason framkvæmdastjóri Þórs sat fundinn undir þessum lið.

Áheyrnarfulltrúar: Helga Björg Ingvadóttir framkvæmdastjóri ÍBA og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð óskar eftir því við umhverfis- og mannvirkjasvið að kaupa sláttuvél samanber óskir félagsins til notkunar á félagssvæði Þórs og samþykkir jafnhliða að bera lausafjárleigu vegna búnaðarkaupanna.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að fjármagna kaup á sláttuvélinni að upphæð kr. 8 milljónir af liðnum stofnbúnaður fyrir aðalsjóð.