Menntun fyrir alla og þörf fyrir sérúrræði í grunnskólum Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2023021216

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 26. fundur - 27.02.2023

Lagt fram bréf dagssett 15. febrúar 2023 frá skólastjórum í grunnskólum Akureyrarbæjar þar sem þeir vekja athygli á erfiðri stöðu sem er að myndast í grunnskólunum, álagi og þeim vanda sem starfsmenn skólanna standa frammi fyrir í daglegu starfi.


Áheyrnafulltrúar: Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Hafdís Erna Ásbjarnardóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara, Valdimar Heiðar Valsson fulltrúi grunnskólastjóra og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð þakkar skólastjórum í grunnskólum Akureyrarbæjar fyrir erindið. Ráðið felur sviðsstjóra að vinna málið áfram.