Öryggismyndavélar við Oddeyrarskóla

Málsnúmer 2023021182

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 26. fundur - 27.02.2023

Lagt fram bréf dagsett 15. febrúar 2023 frá foreldrafélagi Oddeyrarskóla þar sem óskað er eftir að settar verði upp öryggismyndavélar við skólann.


Áheyrnafulltrúar: Björg Sigurvinsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Hafdís Erna Ásbjarnardóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Ingi Jóhann Friðjónsson fulltrúi leikskólakennara, Valdimar Heiðar Valsson fulltrúi grunnskólastjóra og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð þakkar foreldrafélagi Oddeyrarskóla fyrir erindið. Fræðslu og lýðheilsuráð tekur undir áhyggjur foreldrafélagsins og leggur til að settar verði upp öryggismyndavélar við skólann og vísar málinu til umhverfis- og mannvirkjasviðs.