Erindi dagsett 17. mars 2022 þar sem Halldór Jóhannsson fyrir hönd Hálanda ehf. sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir 1. áfanga Hálanda.
Fyrirhuguð breyting felur í sér eftirfarandi:
1. Byggingarreitur A er felldur út og byggingarreitur B aðlagaður með málsetningum. Hámarksfjöldi gistieininga verði 24.
2. Byggingarreitir C og E lengjast og stækka að flatarmáli. Hámarks byggingarmagn á þeim lóðum eykst úr 1.040 m² í 1.400 m². Hámarksfjöldi gistieininga yrði 30 á hvorum reit.
3. Byggingarreitur D hliðrast lítillega, heildar byggingarmagn breytist úr 4.760 m² í 4.440 m². Lóðamörk færast vestur um 10 m til stækkunar lóðar vegna bílastæða og hæðaraðlögunar. Lóðin stækkar því úr 14.386 m² í 15.280 m². Hæðarkótar eru settir á grunnfleti og þeir númeraðir. Bílastæði eru skilgreind í samræmi við gildandi deiliskipulag. Aðkoma að lóð breytist ekki. Grenndargámum er hliðrað til að bæta aðkomu að þeim. Kvöð um 2 m hverfisgöngustíg er nyrst á lóðinni. Meðfylgjandi er uppdráttur.
Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.