Telma Ósk Þórhallsdóttir kynnti.
Mikilvægt er að sveitarfélagið setji skýra stefnu um hvernig best sé að hátta upplýsingagjöf til allra í samfélaginu, sér í lagi ungs fólks.
Ungmennaráð leggur til hnitmiðaða og nútímalega lausn: allt á einum stað í appi, Akureyrarappinu.
Gunnar Gíslason bæjarfulltrúi brást við f.h. bæjarstjórnar og þakkaði ungmennaráði fyrir að vekja athygli á mörgum þörfum málefnum. Hann sagði frá því að unnið væri að gerð Akureyrarapps sem vonandi sér dagsins ljós á næstu mánuðum.
Hilda Jana Gísladóttir bæjarfulltrúi tók einnig til máls, tók undir mikilvægi vandaðrar upplýsingagjafar og sagði nánar frá gerð appsins.
Þórhallur Jónsson bæjarfulltrúi tók einnig til máls og hvatti ungmennaráð til að koma með tillögur að því hvernig appið eigi að þróast og hvað það eigi að innihalda.