Þór Reykjalín Jóhannesson kynnti.
Heimanám er hluti af því að vera í skóla og mikilvægur hluti af þroskaferli fólks en því miður er fullt af krökkum í skólum bæjarins sem ekki hafa foreldra eða aðstandendur sem geta aðstoðað þau við heimanámið.
Lagt er til að við höfum tíma á skólatíma þar sem kennarar eru til staðar fyrir þá krakka sem vilja vinna í heimanáminu og aðstoði þau við það.
Heimir Haraldsson bæjarfulltrúi brást við f.h. bæjarstjórnar og sagðist vera hrifinn af tillögunni og vonast til að henni verði hrint í framkvæmd.
Einnig tók Anton Bjarni Bjarkason til máls og tók undir tillöguna.