Umhverfis- og mannvirkjaráð

91. fundur 11. desember 2020 kl. 08:15 - 10:15 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Andri Teitsson formaður
  • Unnar Jónsson
  • Tryggvi Már Ingvarsson
  • Sigurjón Jóhannesson
  • Berglind Bergvinsdóttir
  • Jana Salóme I. Jósepsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs
  • Tómas Björn Hauksson forstöðumaður nýframkvæmda
  • Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhaldsdeildar
  • Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar
  • Ketill Sigurður Jóelsson verkefnastjóri ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Ketill Sigurður Jóelsson verkefnastjóri
Dagskrá
Tryggvi Már Ingvarsson B-lista mætti í forföllum Gunnfríðar Elínar Hreiðarsdóttur.

1.Slökkviliðið - tímabundin fjölgun vegna Covid-19

Málsnúmer 2020030672Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 10. desember 2020 varðandi hækkun launakostnaðar vegna Covid-19.

Ólafur Stefánsson slökkviliðsstjóri sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að óska eftir viðauka að fjárhæð kr. 20 milljónir vegna aukins launakostnaðar á auka dagvöktum í tengslum við covid. Minnisblað þess efnis var lagt fram í maí 2020.

2.Stöðuskýrslur rekstrar UMSA

Málsnúmer 2020050097Vakta málsnúmer

Lögð fram rekstrarskýrsla umhverfis- og mannvirkjasviðs fyrir fyrstu 11 mánuði ársins.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfisdeildar, Ólafur Stefánsson slökkviliðsstjóri, Hrafn Svavarsson forstöðumaður umhverfismiðstöðvar, Jónas Valdimarsson verkefnastjóri tækni- og hönnunardeildar, Georg Fannar Haraldsson verkefnastjóri á rekstrardeild og Helena Rut Pétursdóttir verkefnastjóri á fjársýslusviði sátu fundinn undir þessum lið.

3.Loftgæðamál og aðgerðaáætlun í Akureyrarbæ

Málsnúmer 2018110215Vakta málsnúmer

Viðbragðsáætlun gegn loftmengun á Akureyri kynnt fyrir ráðinu.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfisdeildar og Hrafn Svavarsson forstöðumaður umhverfismiðstöðvar sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð leggur til að viðbragðsteymi embættismanna fundi reglulega.

4.Moldarlosunarsvæði að Jaðri

Málsnúmer 2018010445Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samningi varðandi hluta rekstrar á moldarlosunarsvæði Akureyrarbæjar.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfisdeildar og Hrafn Svavarsson forstöðumaður umhverfismiðstöðvar sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð felur umhverfis- og mannvirkjasviði að vinna málið áfram út frá umræðum á fundinum.

5.Ófyrirséð viðhald 2021-2022

Málsnúmer 2020100825Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 10. desember 2020 varðandi útboð á ófyrirséðu viðhaldi.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að gengið verði til samninga við eftirfarandi verktaka í eftirtöldum flokkum samkvæmt framlögðu minnisblaði:

Blikksmíði - (3 tilboð bárust). Gengið til samninga við 2 verktaka í flokknum

1. Benni blikk ehf.

2. Blikk- og tækniþjónustan ehf.

Málun - (10 tilboð bárust). Gengið til samninga við 7 í flokknum

1. Málningarfélagið ehf.

2. Málningarmiðstöðin ehf.

3. Stefán Jónsson ehf.

4. Litblær ehf.

5. Betri fagmenn ehf.

6. Betra mál málningarþjónusta ehf.

7. MSM ehf.

Pípulögn - (6 tilboð bárust). Gengið til samninga við 6 í flokknum

1. AKH pípulagnir ehf.

2. Lagnalind ehf.

3. Bjarni Fannberg Jónasson ehf.

4. Áveitan ehf.

5. Miðstöð ehf.

6. Bútur ehf.

Raflögn - (8 tilboð bárust). Gengið til samninga við 6 í flokknum

1. Raftó ehf.

2. Rafmax ehf.

3. Ljósgjafinn ehf.

4. Íslenskir rafverktakar ehf.

5. Rafeyri ehf.

6. Eltech ehf.

Húsasmíði - (11 tilboð bárust). Gengið til samninga við 6 í flokknum

1. Eyjólfur Árnason

2. Jóhann Eysteinsson

3. B.Hreiðarsson ehf.

4. Spor 33 ehf.

5. Trésmiðja Kristjáns Jónass ehf.

6. ÁK smíði ehf.

Stálsmíði - (2 tilboð bárust). Gengið til samninga við 1 í flokknum

1. Vélsmiðja Steindórs ehf.

6.Efniskaup UMSA 2021-2022

Málsnúmer 2020100826Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 10. desember 2020 varðandi útboð á efniskaupum umhverfis- og mannvirkjasviðs.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að gengið verði til samninga við eftirfarandi fyrirtæki í eftirtöldum flokkum:

Málningu og málningarefni: Slippfélagið

Pípulagnaefni: Tengi

Raflagnaefni: Engin tilboð

Neyðarljós: Nortek

Rafmagnstæki: Ormsson

Hellur: BM Vallá

Grófvara og annað byggingarefni: Húsasmiðjan

7.Reglubundið eftirlit með brunavörnum 2020-2022

Málsnúmer 2020100827Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 1. desember 2020 varðandi útboð á reglubundnu eftirliti með brunavörnum Akureyrarbæjar.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda Securitas.

8.Þórunnarstræti/Búðartröð

Málsnúmer 2020050106Vakta málsnúmer

Lagt fram skilamat dagsett 13. október 2020 varðandi framkvæmdir við gatnamót Þórunnarstrætis og Búðartraðar og nágrennis.

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri tækni- og hönnunardeildar sat fundinn undir þessum lið.

9.Glerá - göngu- og reiðbrú ásamt stíg

Málsnúmer 2019110416Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 7. desember 2020 varðandi útboð á byggingu brúar yfir Glerá í samstarfi við Landsnet og kostnaðarhlutdeild Akureyrarbæjar vegna framkvæmdanna.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir framlagða kostnaðarhlutdeild að kr. 29 milljónir vegna útboðsins sem var 127% af kostnaðaráætlun.

10.Rósenborg - framkvæmdir vegna Lundarskóla

Málsnúmer 2020120301Vakta málsnúmer

Stöðuskýrsla dagsett 7. desember 2020 varðandi framkvæmdir við Rósenborg vegna flutnings fjögurra bekkja þangað vegna endurbóta á tveimur álmum í Lundarskóla.

11.Naustahverfi VII - Hagar, gatnagerð og lagnir - stefna fyrir dóm vegna framkvæmdanna

Málsnúmer 2020120179Vakta málsnúmer

Lögð fram matsskýrsla vegna málsins dagsett í nóvember 2020.

Fundi slitið - kl. 10:15.