Telma Ósk Þórhallsdóttir kynnti.
Á bæjarstjórnarfundi unga fólksins í mars 2020 vakti ungmennaráð máls á mikilvægi tæknilæsis ungmenna. Hvaða árangri á sviði tæknilæsis og starfrænnar þróunar höfum við náð á þessu liðna ári? Ungmennaráð telur að sem fyrsta barnvæna sveitarfélag landsins ætti Akureyrarbær að halda áfram að sýna gott fordæmi, ekki aðeins með því að bæta líf ungmenna í núinu heldur að bæta það svo þeim verði allir vegir færir í framtíðinni. Auka þarf og bæta upplýsingatæknikennslu, byrja hana snemma og halda áfram út skólagönguna.
Hilda Jana Gísladóttir bæjarfulltrúi brást við f.h. bæjarstjórnar og nefndi m.a. að nýlega var samþykkt menntastefna Akureyrarbæjar en í henni er tekið á ýmsum þáttum sem snúa að tæknilæsi, upplýsingatæknikennslu o.fl. Vonir eru bundnar við að stefnan og aðgerðaáætlunin sem henni fylgir leiði til framfara.